Fáránleg lög um trúfélög

Í framhaldi af þessum pistli:

Ég held því miður að Jón Daníelsson hafi rétt fyrir sér um Læknavísindakirkjuna. En fyrst ég er á annað borð að skoða lög um trúfélög má ég til að koma því að að mér finnst margt sérkennilegt í þessum lagabálki. Við getum byrjað á að skoða 1. milligrein 1 greinar. Halda áfram að lesa

Ert þú einn af þessum 86?

Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga er hlynntur þróunarsamvinnu en fáir þekkja þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hefur fólk þá nokkra hugmynd um hvað það er eiginlega að styðja?

Allir vita að þróunarstarf snýst um að uppræta fátækt og sjúkdóma og það er í sjálfu sér nóg til þess að vera hlynntur því. Það er samt dálítið hallærislegt að 86,4% Íslendinga geti ekki tjáð sig um hluti sem flest okkar styðja þó eindregið svo hér eru nokkrir molar í neytendaumbúðum.  Smellið hér til að sjá gagnvirka útgáfu af skjalinu (með tenglum ofl. eiginleikum) Halda áfram að lesa

Ein lítil saga úr heilbrigðiskerfinu

Vinkona mín hefur átt við mikil veikindi að stríða síðustu ár. Hún fékk m.a. banvænan sjúkdóm og hefur þurft að undirgangast ýmsar rannsóknir og lyfjameðferð vegna þess, auk þess að þarfnast endurhæfingar og dvalar á sjúkrahóteli. Ég vissi að Íslendingar greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu úr eigin vasa en nágrannaþjóðirnar en þegar ég sá upphæðirnar sem þessi vinkona mín hefur þurft að greiða, gekk gjörsamlega fram af mér. Halda áfram að lesa

Samfélag og fyrirgefning

Þegar upp koma hneykslismál verður fólki tíðrætt um iðrun og fyrirgefningu. Þess er krafist að stofnanir, stjórnmálamenn og frægt fólk, sem hefur á einhvern hátt misboðið siðareglum samfélagsins, viðurkenni misgjörðir sínar og sýni iðrun. Opinber afsökunarbeiðni virðist þó sjaldan ef nokkurntíma duga til þess að viðkomandi fái fyrirgefningu. Halda áfram að lesa

Til hamingju með Kjarnann

Kjarninn lofar góðu.

Engar munnmælasögur, því síður rassmælasögur.  Ekki yfirborðslegar smelludólgafréttir heldur vönduð, ítarleg umfjöllun.

Og frábær árangur að fá yfirvaldið upp á móti sér strax með fyrsta tölublaði. Endilega dreifum þessum leyniupplýsingum sem víðast.

Sannleikurinn er hættulegur, einkum ef hann fær að koma fyrir sjónir almennings. Þessvegna þurfum við fólk eins og aðstandendur Kjarnans.

Til hamingju Kjarni.
Til hamingju Ísland.