Íslenska aðferðin

Byggja sem flest hótel til að taka vel á móti ferðamönnum og gera allt sem hægt er til að laða sem flesta til landsins. Rukka þá svo (og einnig Íslendinga því ekki getum við mismunað fólki) fyrir aðgang að náttúrunni til að sporna gegn eyðilegginunni sem álagið hefur í för með sér.

Væri ekki einfaldara að vernda landið gegn ágangi ferðamanna með því að byggja bara ekkert fleiri hótel?

Væri það ekki líka afbragðs forvarnaraðgerð gegn gjaldþrotum þegar krónan styrkist og dregur úr ferðamannastraumnum?

Af hverju í ósköpunum er þessi bóluhagfræði svona vinsæl?