Mótmælafundurinn á Austurvelli í gær var friðsamlegur. Fólk er að vísu orðið bæði langþreytt og langreitt og sú frábæra ræðukona Katrín Oddsdóttir tilkynnti ráðamönnum að ef ekki yrði boðað til kosninga fljótlega, myndi lýðurinn sjálfur sjá um að bera menn út úr opinberum byggingum. Enginn var þó borinn út í þetta sinn og þótt reiðin kraumi líkt og eldfjall sem býst til að gjósa, var allt var með hinni mestu spekt.
Greinasafn eftir:
Áhugaverð leið? Er ekki allt í lagi?
Það er eftir öðru hjá þessu blessaða fólki sem þykist vera að stjórna landinu að líta á það sem lausn að eyða upp lífeyrissparnaðinum.
Af hverju var aftur verið að hvetja okkur til viðbótarsparnaðar? Hvernig hljómuðu auglýsingarnar? Halda áfram að lesa
Við erum sjálfstæð þjóð og getum gert það sem okkur sýnist
Við þurfum hvorki á EES né ESB að halda. Við þurfum heldur ekki á Nató að halda. Þvert á móti ógnar það sjálfstæði okkar sem þjóðar að beygja okkur undir reglugerðafarganið í kringum stór viðskipta- og hernaðarbandalög. Halda áfram að lesa
Hættum að borga
Nú er ríkisstjórnin búin að lofa því að ég muni greiða skuldir einhverra labbakúta sem tóku lán fyrir kampavíni og einkaþotum. Svo ætlar ríkisstjórnin að klóra yfir sitt eigið fjármálaklúður og Seðlabankans með því að taka fleiri lán sem ég á líka að borga. ÉG, sem á enga einkaþotu og ekki einu sinni eitt lítið dagblað, hvað þá fjölmiðlasamsteypu, á semsagt að borga rúmar 4,5 milljónir miðað við gengið í dag, vegna fjárhættuspils manna sem ég ber enga ábyrgð á. Synir mínir, sem 8 ára gamlir kunnu að spara með því að skoða kílóverð á osti og kjöti og eru búnir að tapa stórum hluta af sparifé sínu, vegna hagstjórnar Geirs Haarde, hagfræðings, eiga líka að taka á sig rúmar 4,5 milljónir hvor.
Sammála
Ég sé ekki að það sé í verkahring kennara að skipta sér að því hverjum fólk býður til veislu og hverjum ekki. Ég sé heldur ekkert sem réttlætir þá kröfu að öllum bekknum sé boðið.
Þegar sonur minn varð 12 ára vildi hann ekki bjóða einum drengjanna í bekknum sínum í afmælið sitt. Ég skildi hann vel því þessi strákur gat ekki haldið frið við neinn og var algjör sérfræðingur í því að koma af stað leiðindum. Hann hafði angrað drenginn minn stanslaust í marga mánuði, reynt að spilla vináttu hans við aðra í bekknum og var svo dýraníðingur í þokkabót. Halda áfram að lesa
Heimsókn til Friðriks
Árum saman hafa útsendarar Landsvirkjunar lagt landeigendur í nágrenni Þjórsár í einelti. Þeir hafa bankað upp á heima hjá þeim, í sumum tilvikum vikulega og herjað á þá að selja jarðir sem eru ekki til sölu. Þeir hafa farið í leyfisleysi inn á landareignir þeirra til að mæla þær út og setja niður hæla, enda þótt engir samningar eða vilyrði fyrir samningum liggi fyrir.
Arabar berja konur og börn – óþægileg staðreynd
Ég hef ekki verulegar áhyggjur af því að Kínverjar, Íranar, Indverjar muni skaða íslenska menningu. Mér finnst það heimskulegt viðhorf að allir sem eru með handklæði á hausnum, hljóti að vera hryðjuverkamenn. Ég álít það skyldu okkar sem þjóðar að skjóta skjólshúsi yfir einhverja þeirra sem eru ofsóttir vegna skoðana sinna eða njóta ekki öryggis í heimalandi sínu.
Eða vantar okkur kannski fleiri?
Í gær hitti ég fóttamann frá Kúrdistan sem er í þeirri sérkennilegu stöðu að vilja ekkert frekar en að komast burt frá Íslandi. Hann talar litla ensku en ef ég hef skilið hann rétt er saga hans á þessa leið: Halda áfram að lesa
Einokun, nei takk!
Eins og ég er nú almennt hlynnt því að fólk hafi frelsi til þess að gera það sem því bara sýnist, þá eru samt til aðstæður þar sem mér finnst ástæða til að slá varnagla. Dæmin sanna að útlendingar hafa oft ekki hugmynd um hvað þeir eru að fara út í þegar þeir þvælast án leiðsagnar upp á jökla og þótt það megi teljast með ólíkindum að hafa alist upp á Íslandi án þess að komast að því að snarvitlaust veður getur skollið á með litlum fyrirvara, þá gerist það enn að Íslendingar týnist uppi á fjöllum. Halda áfram að lesa
Hvaða fjandans menning er í hættu?
Þeir sem mestar áhyggjur hafa af því að innflytjendur séu íslenskri menningu skaðlegir, virðast sjaldan verulega menningarlega innstilltir sjálfir.
Hvaða menning er það sem mun hverfa fyrir tilstilli Pólverja, Sómala eða Tælendinga? Halda áfram að lesa