Ómar R. Valdimarsson segist eftir að hafa lesið Hæstaréttardóminn, sannfærður um sekt sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Ég velti því fyrir mér hvort Ómar hafi virkilega ekkert frétt af því að þeir sem dæmdu málið voru hinir sömu og fóru með rannsókn þess. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Lögfest mannréttindabrot
Enda þótt alþjóðlegir mannréttindasáttmálar tryggi rétt flóttamanna til að bjarga lífi sínu með því að villa á sér heimildir á meðan þeir eru að komast í öruggt skjól, skirrast íslensk stjórnvöld aldrei við að þverbrjóta þessi sjálfsögðu mannréttindi. Svo langt gengur viðbjóðurinn að þrátt fyrir að gæsluvarðhaldi megi aðeins beita þegar hætta er á að glæpamaður spilli rannsókn máls eða vegna þess að hann er álitinn hættulegur, er í lögum sérákvæði um útlendinga sem talið er að villi á sér heimlidir. (Sjá útlendingalögin 5. kafla, 29.grein.) Halda áfram að lesa
Þarf að hreinsa út úr Hæstarétti?
Vinsamlegast hlustið á viðtalið við Ragnar Aðalsteinsson.
Það er semsagt ekki hægt að fá málið tekið fyrir hjá mannréttindadómstólum. Og jafnvel þótt óháð rannsóknarnefnd komist að þeirri niðurstöðu að rannsóknaraðferðir hafi verið ólögmætar, munu sakborningar ekki fá uppreisn æru við það. Halda áfram að lesa
Um fordóma gegn ljóskum
Bubbi Morthens er geðveikt þreyttur á fordómum gagnvart ljóshærðum konum. Heldur því fram að t.d. Anna Mjöll hafi liðið fyrir að vera ljóshærð og sé vanmetin vegna þess. Halda áfram að lesa
Um meinta hræsni varðandi Geirfinnsmálið
Undarleg og ósannfærandi finnst mér sú hugmynd sem einhverjir halda nú á lofti að það sé tilgangslaust að berjast fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna, nú þegar Sævar er látinn. Þeir eru einnig til sem álíta að það sé tillitsleysi við fjölskyldur þeirra sem í hlut eiga að krefjast endurupptöku. Sumir halda því fram að þar sem enginn sýndi þessum málum áhuga áður, þá sé það tóm hræsni að fara af stað með einhverjar stuðningsaðgerðir nú. Sennilega er lítil þörf á að taka það fram að þeir sem nú hrópa hræsni hræsni lyftu fæstir litla fingri til að gera eitthvað í málunum sjálfir á meðan Sævar lifði. Halda áfram að lesa
Misskilningur varðandi endurupptöku Geirfinnsmálsins
Nokkur misskilnings gætir um tilgang þeirra sem krefjast endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála.
Sumir spyrja hver tilgangurinn sé, nú þegar Sævar er látinn og margir láta í ljósi efasemdir um að verði mögulegt að fá nokkurn botn í þessi mál. Halda áfram að lesa
Auðvitað þarf löggan almennilegan tæknibúnað
Ég varð nett pirruð þegar ég áttaði mig fyrst á því að löggan væri með menn á launum við að hanga á facebook. Ég hangi töluvert á snjáldrinu sjálf og væri rík kona í dag ef ég fengi hundraðkall fyrir hvert innlegg en það hefur samt aldrei hvarflað að mér að sækja um vinnu við það. Halda áfram að lesa
Þvaglegg sýslumann vantar tölvuleik
Embættisafglöp Þvagleggs sýslumanns eru efni í heila sjónvarpsþáttaröð. Samt virðist vera útilokað að koma manninum frá völdum. Þetta er einn af mörgum ókostum þess að búa við yfirvald. Þeir sem misnota vald sitt sitja bara sem fastast, árum saman. Þeir stjórna ekki bara ákveðnum verkefnum, þeir hafa eins og nafnið gefur til kynna, vald yfir okkur hinum.
Látum ekki málið deyja með Sævari
Sævar Ciesielski er látinn.
Hann sat í einangun í tvö ár. Hann var beittur pyndingum. Hann var sakfelldur fyrir morð sem enn er ekki sannað að hafi verið framin og sem útilokað er að hann og aðrir sem sakfelldir voru hafi framið. Halda áfram að lesa
Af hverju þurfa blaðamenn ekki að geta heimilda?
Af hverju eru blaðamenn undanþegnir þeirri ágætu reglu að geta heimilda? Ég fer ekki fram á að þeir stofni heimildamönnum sínum í lífshættu en í flestum tilfellum væri mjög handhægt fyrir netmiðla að tengja beint á þær fréttir og greinar sem umfjöllun þeirra er unnin upp úr. Halda áfram að lesa