Greinasafn eftir:
Ég elska Strathclyde!
Myndin sýnir vegg við John Street sem tilheyrir háskólalóðinni.
Þessum vegg geng ég fram hjá á leið í skólann. Myndin er héðan.
Fyrsti alvöru kennslutíminn við Lagadeild Strathclyde háskóla var í morgun. Ég er himinlifandi! Þetta var eins og Árnagarður ´91 mínus reykingar. Áhugavert námsefni, kennarar sem hafa áhuga á kennslu og nemendur sem hafa áhuga á námsefninu. Halda áfram að lesa
Önnin hafin
Önnin er að hefjast fyrst núna. Held samt að hún sé álíka löng og hjá HÍ því það er engin kennslulaus vika – ekki gert ráð fyrir neinni verkefnaviku eða upplestrarfríi. Ég skil ekki alveg hvernig ég á að fara að því að taka próf daginn eftir að kennslu lýkur, hef sennilega gert það síðast í 8. bekk. Fékk svæsið geðbólgukast þegar ég sá stundatöfluna. Halda áfram að lesa
#gæfumunur_ 2
Að sofa út og byrja daginn á því að liggja í rúminu
og láta hugann reika eins lengi og mann langar.
Er að léttast :)
Myndin er eftir Saudeck
Við komum heim á sunnudag og frá og með þeirri stund er ég í alvöru megrun. Aðalmarkmiðið er að hætta að borða í hugsunarleysi, af tómum leiðindum eða vana eða bara af því að eitthvað gott er í boði. Venjulega er það langt frá því að vera síðasta tækifæri í lífinu til að borða kökuna/snakkið/sósuna svo ég getur bara gert það einverntíma seinna þegar ég er í alvöru svöng. Halda áfram að lesa
#gæfumunur_
Einhverntíma tók ég upp á því að safna saman dæmum um hluti sem gleðja mig án þess að vera ómissandi. Allt þetta sem er nógu mikilvægt til að gera lífið betra en þó ekki svo mikilvægt að það gera lífið verra að hafa það ekki. Ég setti inn færslur á Twitter undir merkinu #gæfumunur_ Halda áfram að lesa
Á heimleið
Förum heim á morgun. Einari finnst alltaf jafn erfitt að kveðja Ísland og ég verð alltaf jafn glöð yfir því að komast heim. Halda áfram að lesa