Að sofa út og byrja daginn á því að liggja í rúminu
og láta hugann reika eins lengi og mann langar.
Að finna sæt skilaboð í pósthólfinu sínu, alveg óvænt.
Þegar maðurinn sem passar bílinn, skilar honum skínandi hreinum.
Sturta dugar alveg en hvílík nautn sem það er að leggjast í heitt bað.
Að tékka sig inn á netinu og vera bara með handfarangur þegar maður fer í flug.
Ekkert mál að sjóða egg í potti en með svona tæki verða þau alltaf fullkomin.
Ilmandi handáburður. Lyktin er ekkert aðalatriði
en gefur manni þessa yndislegu lúxustilfinningu
[custom-related-posts title=“Meiri gæfumunur“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]