#gæfumunur_

Einhverntíma tók ég upp á því að safna saman dæmum um hluti sem gleðja mig án þess að vera ómissandi. Allt þetta sem er nógu mikilvægt til að gera lífið betra en þó ekki svo mikilvægt að það gera lífið verra að hafa það ekki. Ég setti inn færslur á Twitter undir merkinu #gæfumunur_

Hér eru nokkur dæmi, ég birti svo fleiri síðar:

Mann vantar eitthvað í efstu hillu í búðinni og ókunnugur kúnni réttir manni það.
Maður gæti sótt starfsmann en þetta er betra.

 

Notaleg og algerlega ósexý náttföt.

 

Stór ávaxtaskál. Litrík og síbreytileg borðskreyting og nytsamleg líka.

 

Gólfþvegill með úðakerfi. Engin nauðsyn en hrikalega handhægt og þægilegt.

 

Hljóðið í hraðsuðukatlinunm. Miklu skemmtilegra en að sjóða vatn í potti.

 

Að finna fullkomið bílastæði, á besta stað, þegar maður gat reiknað
með að þurfa að leggja bílnum einhversstaðar úti í sveit.

 

Deila færslunni

Share to Facebook