Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar gaf nýlega út bæklinginn „Klámvæðing er kynferðisleg áreitni“. Ég fjallaði um hann í þessum pistli, en þá vissi ég ekki að borgin bjó yfir upplýsingum um algengi kynferðislegrar áreitni á vinnustöðum hennar. Þær upplýsingar fékk ég eftir að hafa spurt, en fyrst fékk ég þó þetta svar frá starfsmanni skrifstofunnar: „Eftir að bæklingurinn kom út hafa fjölmargar konur starfandi hjá Reykjavíkurborg rætt atvik sem þær hafa orðið fyrir og tengjast klámvæddri orðræðu. Vonandi svarar það spurningu þinni um algengi.“ Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Vafasöm vísindi
Reykjavíkurborg með klám á heilanum?
Nýlega gaf Reykjavíkurborg út bækling með titlinum „Klámvæðing er kynferðisleg áreitni“. (Reyndar stóð „ofbeldi“ í stað „áreitni“ á tenglinum þegar bæklingurinn var fyrst settur á netið, og þannig er tengillinn enn í dag neðst á þessari síðu.) Sú „rannsókn“ sem bæklingurinn grundvallast á leiðir alls ekki ljós að klám og kynferðisleg áreitni séu algeng á vinnustöðum borgarinnar, en höfundurinn veifar þrátt fyrir það ákaft stimpli klámvæðingar- og kynferðisáreitni, þótt einu „gögn“ hans séu viðtöl við fimm handvalda starfsmenn. Halda áfram að lesa
Rannsóknir og forréttindafemínismi
Ef fimm konur og fimmtán karlar í hundrað manna úrtaki reyndust hafa tiltekinn sjúkdóm dytti manni ef til vill í hug að sjúkdómurinn legðist fremur á karla en konur. Fengi maður að vita að í úrtakinu væru 25 konur og 75 karlar lægi hins vegar beinna við að álykta að sjúkdómurinn væri jafn algengur meðal beggja kynja. Væri um að ræða 10 konur og 90 karla væri nærtækara að álykta að konur væru þrefalt líklegri til að fá sjúkdóminn. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor á heilbrigðisvísindasviði við Háskólann á Akureyri, virðist hafa frumlegri afstöðu til tölfræði. Halda áfram að lesa
Hræðsluáróður um kynlíf unglinga
Í gær var þáttur í Íslandi í dag sem bar yfirskriftina „Kláminu að kenna?“
Þar sagði ung stúlka ófagra sögu af sambandi sem hún hafði verið lengi í. Einnig kom fram kennari í kynjafræði sem hélt fram ýmsum staðhæfingum um klám og samlíf unglinga. Kennarinn sagði meðal annars að þetta (sem stúlkan lýsti) væri algengara en við höldum, og að strákar væru gjarnan með ranghugmyndir um kynlíf sem stelpurnar gæfu eftir fyrir. Enn fremur að stelpur séu oft með laskaða sjálfsmynd, og fréttamaðurinn segir að þeim fari fjölgandi stelpunum sem lendi í þessari stöðu sem stúlkan lýsti. Engin gögn voru nefnd sem styddu nokkrar af þessum staðhæfingum („algengara en við höldum*, „fer fjölgandi“ eða hversu algengar „ranghugmyndir“ um kynlíf væru). Halda áfram að lesa
Sérfræðingar og sjálffræðingar
Í opinberri umræðu um flókin mál er oft gott að fá sérfræðinga sem skýrt geta hluti sem ekki liggja í augum uppi fyrir leikmönnum. Sé vel að slíku staðið er þá oft hægt að lyfta umræðunni á hærra plan, þegar við leikmennirnir höfum áttað okkur á grundvallaratriðum sem ekki voru á hreinu og flæktu því umræðuna að nauðsynjalausu. Í þessu standa íslenskir fjölmiðlar sig oft illa og sama er því miður hægt að segja um margt íslenskt háskólafólk, sem ætti þó að geta lagt mikið af mörkum til að gera umræðuna markvissari. Halda áfram að lesa