Hið ómeðvitaða samsæri heimskunnar

Þótt ég sé með hálfgert ofnæmi fyrir hnyttnum tilvitnunum, vegna þess hve þær eru ofnotaðar (ekki síst ef maður ferðast um á Facebook), þá á ég mér samt uppáhalds „tilvitnun“.  Hún er svona á ensku: „Never attribute to conspiracy what can be adequately explained by stupidity“.  Þessu mætti snara svo á íslensku: „Ekki líta á það sem samsæri sem auðvelt er að útskýra með heimsku“.

Halda áfram að lesa

Sérfræðingar og sjálffræðingar

Í opinberri umræðu um flókin mál er oft gott að fá sérfræðinga sem skýrt geta hluti sem ekki liggja í augum uppi fyrir leikmönnum. Sé vel að slíku staðið er þá oft hægt að lyfta umræðunni á hærra plan, þegar við leikmennirnir höfum áttað okkur á grundvallaratriðum sem ekki voru á hreinu og flæktu því umræðuna að nauðsynjalausu. Í þessu standa íslenskir fjölmiðlar sig oft illa og sama er því miður hægt að segja um margt íslenskt háskólafólk, sem ætti þó að geta lagt mikið af mörkum til að gera umræðuna markvissari. Halda áfram að lesa