Greinasafn fyrir merki: Greiningardeildir bankanna
Hið ógeðslega Ísland
Margir hafa talað um það síðustu mánuði og ár að nauðsynlegt sé að „sameina“ landsmenn í stað þess að „ala á sundrungu“. Það gleymist hins vegar yfirleitt að útskýra um hvað á að sameina fólk, en erfitt er að skilja sameiningar- og samstöðutalið öðru vísi en að við eigum að sameinast um að vera nokkurn veginn sátt við núverandi ástand. Enda er ljóst að hinar ýmsu valdaklíkur í landinu, sem hafa ráðið lögum og lofum áratugum saman, munu berjast mjög harkalega gegn sameiningu um hvaðeina sem hróflar við völdum þeirra eða skerðir gróða þeirra sem ráða yfir efnahagslífinu. Á hinn bóginn er líka ljóst að ríkjandi ástand í íslenskri stjórnsýslu og efnahagslífi er ekki beinlínis í lagi, ef það eru hagsmunir almennings sem lagðir eru til grundvallar. Halda áfram að lesa