Opið bréf til Mikaels Torfasonar

Sæll Mikael
Gaukur Úlfarsson var að bjóða mér að spyrja Katrínu Jakobsdóttur spurningar í þætti þínum Mín skoðun.  Ég afþakkaði.  Ég vildi að vísu gjarnan fá að spyrja margt stjórnmálafólk ýmissa spurninga sem ég tel að fjölmiðlar hafi annað hvort ekki gert eða klúðrað.  En það er vonlaust að gera það með þessum hætti, þannig að nokkuð vitrænt sé líklegt til að koma út úr því.  Færi það eins og ég tel líklegast, miðað við frammistöðu þína hingað til, yrði það þvert á móti til þess eins að gefa viðkomandi stjórnmálamanneskju tækifæri til að fegra eigin ímynd.

Halda áfram að lesa

Opið bréf til Árna Páls Árnasonar

Eftirfarandi póst sendi ég Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, í gærkvöldi.
______________________________________________________________________
Sæll Árni Páll
Nú hafa 32 þingmenn lýst yfir að þeir vilji samþykkja nýja stjórnarskrá á þessu þingi. Að vísu veit ég ekki hvort Kristján Möller er kominn aftur á þing og varamaður hans farinn út, en sé svo vantar hvort sem er ekki nema eitt atkvæði til að málinu sé tryggður meirihluti.

Halda áfram að lesa

Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur

Eftirfarandi póst sendi ég Katrínu Jakobsdóttur, ráðherra og formanni VG, fyrr í dag.
_______________________________________________
Sæl Katrín

Halda áfram að lesa

Opið bréf til Páls RÚVstjóra

Kæri Páll
Svona leit dagskrá RÚV út daginn sem einhver mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðslan í sögu landsins fór fram: http://dagskra.ruv.is/dagskra/2012/10/20/
Nú þarf einhver að segja af sér á RÚV vegna hneykslisins.  Því miður er ekki hægt að reka dagskrárstjórann, því hún hljóp út í fússi fyrir tveim vikum.  Þá verður næsti yfirmaður hennar að segja af sér, sem ég held að sé þú, sorrí …
Bæbæ,
E
PS.  Væri ég í þínum sporum og vildi reyna að ljúga mig út úr þessu (sem ég myndi ekki vilja, en ég er ekki þú), þá myndi ég að minnsta kosti biðjast auðmjúklega afsökunar, í hádegisfréttum á morgun.

Sigríður Ingibjörg, Guðfríður Lilja …

Hér fer á eftir  póstur sem ég sendi Alþingismönnunum Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í gær.  Fái ég svör frá þeim mun ég birta þau hér.

——————————————————————————————— Halda áfram að lesa