Opið bréf til Mikaels Torfasonar

Sæll Mikael
Gaukur Úlfarsson var að bjóða mér að spyrja Katrínu Jakobsdóttur spurningar í þætti þínum Mín skoðun.  Ég afþakkaði.  Ég vildi að vísu gjarnan fá að spyrja margt stjórnmálafólk ýmissa spurninga sem ég tel að fjölmiðlar hafi annað hvort ekki gert eða klúðrað.  En það er vonlaust að gera það með þessum hætti, þannig að nokkuð vitrænt sé líklegt til að koma út úr því.  Færi það eins og ég tel líklegast, miðað við frammistöðu þína hingað til, yrði það þvert á móti til þess eins að gefa viðkomandi stjórnmálamanneskju tækifæri til að fegra eigin ímynd.

Halda áfram að lesa