Opið bréf til Árna Páls Árnasonar

Eftirfarandi póst sendi ég Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, í gærkvöldi.
______________________________________________________________________
Sæll Árni Páll
Nú hafa 32 þingmenn lýst yfir að þeir vilji samþykkja nýja stjórnarskrá á þessu þingi. Að vísu veit ég ekki hvort Kristján Möller er kominn aftur á þing og varamaður hans farinn út, en sé svo vantar hvort sem er ekki nema eitt atkvæði til að málinu sé tryggður meirihluti.

Það er í þínum höndum hvort málið fer í gegn, nema þú verðir of seinn og missir þau áhrif sem þú nú gætir haft. Valið á þessari stundu er enn þitt:
Að stíga fram fyrir skjöldu og lýsa yfir að þú viljir keyra málið gegnum þingið, í samræmi við vilja yfirgnæfandi meirihluta almennings, og meirihluta þingmanna.
Eða byrja (og enda?) feril þinn sem formaður Samfylkingarinnar með blóði drifnar hendur í stríðinu við almenning í landinu.
Bestu kveðjur,
Einar

Deildu færslunni