Samkvæmt þessari síðu hafa nú 30 þingmenn lýst yfir að þeir styðji stjórnarskrárfrumvarpið. Það þýðir að einungis þarf tvo í viðbót til að frumvarpið verði samþykkt, þótt allir aðrir greiði atkvæði gegn því. Á já-listann vantar bæði Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur þingforseta. Þegar Árni talar um að ekki sé hægt að koma frumvarpinu í gegnum þingið, og þegar Ásta neitar að setja það á dagskrá, þá eru þau því einungis að segja að þau myndu sjálf greiða atkvæði gegn því, væntanlega af því að þau vilja drepa það.
Vonandi tekst samflokksfólki Árna og Ástu að koma vitinu fyrir þau.