Kæri Páll
Svona leit dagskrá RÚV út daginn sem einhver mikilvægasta þjóðaratkvæðagreiðslan í sögu landsins fór fram: http://dagskra.ruv.is/dagskra/2012/10/20/
Nú þarf einhver að segja af sér á RÚV vegna hneykslisins. Því miður er ekki hægt að reka dagskrárstjórann, því hún hljóp út í fússi fyrir tveim vikum. Þá verður næsti yfirmaður hennar að segja af sér, sem ég held að sé þú, sorrí …
Bæbæ,
E
PS. Væri ég í þínum sporum og vildi reyna að ljúga mig út úr þessu (sem ég myndi ekki vilja, en ég er ekki þú), þá myndi ég að minnsta kosti biðjast auðmjúklega afsökunar, í hádegisfréttum á morgun.