Dagur B. Eggertsson og OR-skýrslan

Í gær fékk ég fréttir af því, eftir krókaleiðum, að ef til vill væri ekki allt eins og það ætti að vera varðandi úttektina á Orkuveitu Reykjavíkur, en skýrslan um úttektina var afhent borgarstjóra í síðustu viku.  Það á svo að kynna hana á miðvikudag fyrir „eigendum“, þ.e.a.s. þeim sem fara með eigendavaldið í þessu fyrirtæki fyrir hönd almennings.  Almenningur, hinn raunverulegi eigandi, má hins vegar éta það sem úti frýs enn um sinn.  Um þá afstöðu til upplýsingamála fjallaði ég í síðustu tveim pistlum.

Halda áfram að lesa

Jón, Séra Jón, Gnarr-Jón og valdið sem spillir

Fáum virðist finnast það tiltökumál sem ég gerði að umræðuefni í pistli í gær, hvernig fólk í valdastöðum á Íslandi heldur leyndum upplýsingum sem almenningur ætti að fá aðgang að um leið og valdafólkið.  Mér finnst þetta satt að segja ein versta blindan þegar kemur að þeim kröfum sem fólk leyfir sér að hafa í frammi gagnvart yfirvöldum.  Samtímis held ég að þótt vika til eða frá í umræddu máli skipti ekki sköpum, þá sé valdbeitingin hér einmitt valdníðsla af því tagi sem gegnsýrir hugsunarhátt valdafólks á Íslandi, og sem almenningur sættir sig við í allt of ríkum mæli.  Því ákvað ég að birta hér, sem sérstakan pistil, svar mitt til heiðursmannsins Jóns Daníelssonar, við athugasemd hans um ofangreindan pistil minn.  Athugasemd Jóns má sjá í tjásukerfinu við þann pistil.

Halda áfram að lesa

Á Jón Gnarr Orkuveitu Reykjavíkur?

Það var verið að klára skýrslu um úttekt á starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur.  Orkuveitan fór úr því að vera eitt stöndugasta fyrirtæki landsins, með algerlega pottþéttar og fyrirsjáanlegar tekjur, í að verða nánast gjaldþrota.  Orkuveitan er enn stórskuldug, sem meðal annars hefur leitt til gríðarlegra hækkana á orkuverði til almennings.  Í þessari frétt segir um skýrsluna:

Halda áfram að lesa