Lára V. Júlíusdóttir, saksóknari í Nímenningmálinu, hefur tjáð sig í fjölmiðlum. Erlendis. Sjá hér. Halda áfram að lesa
Karl Th. og Bingi vinur hans
Karl Th. Birgisson skrifaði bloggpistil á Eyjunni skömmu eftir að hann tók við sem ritstjóri. Pistillinn er í spaugsömum og vingjarnlegum tón, og svo sem gott að vita að Karl geti brugðið fyrir sig þeim betri fæti. Hann talar kumpánlega um fótboltafréttamanninn Binga, svo kumpánlega að ætla má að þeir séu bestu vinir. Sem er líka í fínu lagi í sjálfu sér, og það jafnvel þótt maður trúi því að vinir manns segi til um hvers konar manneskja hann sé sjálfur. Halda áfram að lesa
Lára V. Júlíusdóttir þagði um vanhæfi sitt
Í réttarhöldunum yfir Nímenningunum fór verjandi (nokkurra) sakborninga fram á að settur saksóknari, Lára V. Júlíusdóttir, yrði úrskurðaður vanhæfur, vegna tengsla við meintan brotaþola, þ.e.a.s. Alþingi. Lára sat nefnilega á þingi sem varamaður nokkrum sinnum á árunum 1987-90, og hún er nú formaður bankaráðs Seðlabankans, kjörin af Alþingi. Rétturinn synjaði þessu, og það er erfitt að deila við dómara um slíkt, því meint vanhæfi af þessu tagi er matsatriði. Halda áfram að lesa
Frábært veitingahús
Fyrir mörgum árum langaði mig dálítið til að skrifa blaðadálk um veitingahús. Annars vegar var það vegna þess að ég bjó þá í Gautaborg og í borgarblaðinu þar var vikulegur dálkur, skrifaður af fólki sem hafði frekar lítið vit á því sem það var að skrifa um, þ.e.a.s. á mat og víni. Sem mér finnst svo sem í lagi (enda þykist ég ekkert vit hafa á slíku sjálfur), en alls ekki þegar skríbentarnir tala eins og þeir séu eitthvert yfirvald, samtímis því sem þeir afhjúpa fákunnáttu sína. Halda áfram að lesa