Fyrir mörgum árum langaði mig dálítið til að skrifa blaðadálk um veitingahús. Annars vegar var það vegna þess að ég bjó þá í Gautaborg og í borgarblaðinu þar var vikulegur dálkur, skrifaður af fólki sem hafði frekar lítið vit á því sem það var að skrifa um, þ.e.a.s. á mat og víni. Sem mér finnst svo sem í lagi (enda þykist ég ekkert vit hafa á slíku sjálfur), en alls ekki þegar skríbentarnir tala eins og þeir séu eitthvert yfirvald, samtímis því sem þeir afhjúpa fákunnáttu sína. Halda áfram að lesa