HÍ, andverðleikasamfélag og hálfsannindi

Í Háskóla Íslands er talsvert af góðu vísindafólki, og dálítið af fólki sem stendur framarlega á sínu sviði í því alþjóðasamfélagi sem vísindin eru.  Hinir eru miklu fleiri, sem ekki standast þær kröfur sem gerðar eru í alþjóðasamfélaginu. Það sem verra er, dragbítar hafa töglin og hagldirnar í valdakerfi skólans, og vinna leynt og ljóst gegn þeim yfirlýstu markmiðum skólans að verða gjaldgengur á alþjóðavettvangi.  Það gildir, þótt ótrúlegt megi virðast, líka um rektor skólans. Það er margt, fólkið í HÍ sem veit þetta, en það veit líka að í þessu „litla og heilbrigða samfélagi“ eins og Guðbergur Bergsson kallaði Ísland einhvern tíma, er fólki að öllu jöfnu útskúfað kirfilega ef það dirfist að benda á klæðleysi keisaranna. Halda áfram að lesa

Forsætisráðherra gegn vísindum og sjálfum sér

Í upphafi árs 2007 ákvað þáverandi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, að Háskóli Íslands skyldi fá aukin framlög til rannsókna sem næmi þremur milljörðum á ári.  Aukningin átti að koma til á fjórum árum, fram til 2011, sem þar með hefði þrefaldað árlegt beint framlag ríkisins til rannsókna við HÍ .  (Aukningin  kom ekki til framkvæmda nema sem nam um einum milljarði, vegna hrunsins.) Halda áfram að lesa

Svar Helga Áss um háskóla og kostun

Þann 26. júní skrifaði ég bloggfærslu um kostun hagsmunaaðila á akademískum stöðum við háskóla, og um þjónkun háskóla við hagsmunaaðila.  Þar nefndi ég stöðu Helga Áss Grétarssonar við Lagastofnun Háskóla Íslands, sem kostuð er af LÍÚ.  Við Helgi höfum síðan rætt þessi mál og niðurstaðan varð sú að ég birti hér athugasemdir hans við pistil minn.  Þær koma hér að neðan.  Í athugasemd hér á eftir (í athugasemdakerfinu) geri ég svo grein fyrir afstöðu minni til málsins.

—————————————————————————————————- Halda áfram að lesa

Þjónkun háskóla við valda- og hagsmunaaðila

Í nýlegri frétt á RÚV er sagt frá athugasemdum Ólínu Þorvarðardóttur við kostun á stöðum starfsmanna háskóla, en hún nefndi sérstaklega stöðu Helga Áss Grétarssonar við Lagastofnun HÍ, sem kostuð er af LÍÚ.  Hér verður ekki rakið það sem Helgi hefur látið frá sér fara um þessi mál í fjölmiðlum, en augljóst er að ýmsar staðhæfingar hans um þau eru ekki byggðar á óyggjandi niðurstöðum úr rannsóknum. Halda áfram að lesa

Ranghugmyndir um háskólastarf og 2007

Nýlega kom fram þingsályktunartillaga „um sameiningu háskólastofnana og rekstur tveggja öflugra háskóla.“  Fyrir henni talaði Baldur Þórhallsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.  Þessi tillaga er ansi barnaleg og lýsir auk þess litlum skilningi á góðu háskólastarfi.  Í henni segir meðal annars (og maður spyr sig hvort enn sé árið 2007): „Þannig verði starfræktar tvær vísindastofnanir á landinu með nokkrar starfsstöðvar sem hafi getu til að vinna að rannsóknum og bjóða upp á háskólakennslu eins og best gerist í heiminum.“ Halda áfram að lesa