Samkvæmt þessari frétt hefur stjórn Bankasýslunnar neitað að birta upplýsingar um umsækjendur um stöðu forstjóra, þótt umsóknarfrestur sé löngu liðinn. Erfitt er að sjá annað en að það fari í bága við 4. tölulið 4. greinar Upplýsingalaga, þar sem stendur: Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Fjármálakerfið og kapítalismi
Blóð handa hrægömmum, kökur handa fólkinu
(Það er búið að segja þetta mörg hundruð sinnum, en það virðist ekki nægja …)
Eftir því sem ég best veit hefur eftirfarandi margendurteknu staðhæfingum ekki verið mótmælt: Halda áfram að lesa
Þjóðnýtum bankana
Bankarnir fengu húsnæðislán með gífurlegum afslætti, en nota þau til að blóðmjólka fólk sem enga ábyrgð ber á hruninu. Þeir eiga mikinn fjölda fyrirtækja í landinu, og engin leið virðist vera að koma í veg fyrir að þeir misnoti það. Þeir afskrifa hundruð milljarða af lánum fjárglæframannna sem settu landið á hausinn og efnahag tugþúsunda í uppnám eða kaldakol. Halda áfram að lesa
Össur, varðhundur Gamla Íslands
Össur Skarphéðinsson hefur nú bætt rödd sinni í kór þeirra sem ekki mega til þess hugsa að hróflað verði við klíkuveldinu sem ræður lögum og lofum í íslenska valda- og fjármálakerfinu. Því vanheilaga bandalagi sem mótmælaaldan rís nú gegn víða um heim. Halda áfram að lesa
Páll stóðst einkavinavæðingarprófið
Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur nú skilað fjármálaráðherra skýringum á því af hverju hún valdi Pál Magnússon í stöðu forstjóra Bankasýslunnar. Í bréfinu segir meðal annars, um próf sem „sérfræðingarnir“ í Capacent létu leggja fyrir umsækjendur til að mæla „persónulega hæfileika“ og „hugræna hæfni“: Halda áfram að lesa