Greinasafn eftir:
Björn Ingi svarar ekki
Í gær sagði ég frá áskorun minni til Björns Inga Hrafnssonar, um að hann skýrði frá þeirri ritstjórnarstefnu sem Eyjan muni fylgja, nú þegar hann er orðinn „útgefandi“ Eyjunnar, og að hann gerði hreint fyrir sínum dyrum varðandi þá fjármálagjörninga hans síðustu árin sem hafa verið fréttaefni.. Mér hafði ekki borist neitt svar í morgun, svo ég skrifaði aftur, og spurði hvort ég mætti búast við viðbrögðum við þessari áskorun minni. Þá fékk ég svar um hæl. Fyrir utan kurteislegar kveðjur var svarið stutt og laggott: „Nei.“
Þegar hafa nokkrir bloggarar yfirgefið Eyjuna vegna húsbóndaskiptanna. Hætt er við að þeir verði fleiri ef eigendur Eyjunnar halda áfram að þegja um fyrirætlanir sínar.
[custom-related-posts title=“Tengt efni“ order_by=“title“ order=“ASC“ none_text=“None found“]
Áskorun til Björns Inga Hrafnssonar
Björn Ingi Hrafnsson er nýlega orðinn einn af eigendum Eyjunnar. Hann er líka stjórnarformaður Eyjunnar og einnig Vefpressunnar, sem er eigandi Eyjunnar, Pressunnar og fleiri vefmiðla. Auk þessa titlar Björn sig „útgefanda“ Eyjunnar. Það er ekki alveg nýtt á Íslandi, því Óskar Magnússon tók sér þennan titil á Morgunblaðinu skömmu áður en Davíð Oddsson var gerður að ritstjóra, en þetta er líka þekkt á nokkrum frægum dagblöðum erlendis, eins og New York Times og Washington Post. Þessi titill sem Björn hefur sæmt sig bendir til að hann ætli að hafa afskipti af ritstjórnarstefnu Eyjunnar eða jafnvel ákvarða hana einn. Halda áfram að lesa
Þorsteinn Már — græðgin og reiðin
Þorsteinn Már Baldvinsson varð milljarðamæringur á kvótakerfinu, í boði þjóðarinnar. Hann var stjórnarformaður Glitnis í hálft ár áður en bankinn var yfirtekinn af ríkinu, og starfsemi þess banka kostaði þjóðina tugi eða hundruð milljarða, ekki síst vegna þeirra blekkinga og svika sem stunduð voru á meðan Þorsteinn bar ábyrgð á bankanum. Þrátt fyrir þetta hefur þjóðin ekki sýnt honum sérlega mikla reiði. Halda áfram að lesa
Búrkur, skíðamenn og skammdegi
Bæði Ingibjörg Sôlrún Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vilja banna konum að klæðast búrkum á Íslandi. Þorgerður virðist telja að slíkt bann sé í lagi af því að búrkur falli ekki að íslenskri menningu, sjá hér. Ingibjörg er svolítið almennari, og talar um bann við að fólk hylji andlit sitt, af því að „við þurfum líka að sjá framan í fólk á opinberum fundum en ekki búa við það að hluti fundarmanna sé með andlitsgrímur sbr. fund í Iðnó“ eins og fram kemur hér. Halda áfram að lesa