-Viltu vera hjá mér í nótt?
-Auðvitað vil ég það en það er víst að ég geti það.
-Auðvitað geturðu það. Það er hinsvegar ekki víst að þú viljir það nógu mikið til að nenna veseninu sem það getur kostað. En það er allt í lagi, ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki á forgangslistanum hjá þér. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Undarlegt SMS
-Sæl Eva. Nafnið þitt og símanúmer var á bílastæðinu hjá mér á ……… í sumar. Bara að forvitnast hver ertu? kveðja. …….
-Ég fór ekkert til ….. í sumar og veit ekki hver þú ert.
-Kannast þú við gamlan BENS kálf á erlendu númeri var á stæðinu? Halda áfram að lesa
Dópistaleikur
Loksins er síðasta dótið komið upp úr kössunum. Ég á enn eftir að losa mig við sjónvarpsskápinn, fá mér annan í staðinn og verða mér úti um falleg gluggatjöld en að öðru leyti er heimilið að nálgast það að verða fullkomið.
Halda áfram að lesa
Undir mottuna
Efasemdir eru sársaukafullar og þeir hugsa sem efast. Þessvegna held ég að allt hugsandi fólk lendi einhverntíma í því að líða illa í pólitíkinni. Við því er tvennt í boði. Annaðhvort að horfast í augu við að stundum séu hlutirnir ekki alveg nákvæmlega eins og maður helst vildi, endurmeta stöðuna og taka upplýsta afstöðu, eða þá að sópa undir mottuna því sem raskar hugarró manns og leiða hugann að einhverju öðru, þar til maður sjálfur og flestir aðrir hafa gleymt því sem hvíslaði að manni efasemdum um að maður hefði fullkomna yfirsýn yfir litla þrönga kassann sem maður lifir í.
Matarboð hjá Ingu Hönnu
Í gær bjó ég til nýtt blótsyrði. Geitillinn. Það spratt af samræðum í matarboði hjá Ingu Hönnu. Frábær vegan-matur og miiiiiikið vín. Bloggarar. Horfi á þau og velti því fyrir mér hvort þau séu sögupersónur eins og ég eða alvöru fólk. Munurinn sést ekki svo auðveldlega. Halda áfram að lesa
Laumutrúboð
Einhver bjargvætturin hefur dundað sér við að lauma ritningargreinum á milli tepakkanna í hillunum hjá mér. Sá hefur þó ekki viðrað guðsótta sinn við mig eða Alexander upphátt. Þökk sé Angurgapa.
Eitlaleit
Í fríinu mínu rifjaði Hulla systir mín upp fyrir mér læknisskoðanirnar í litlum skóla úti á landi, þar sem við ólumst upp um tíma. Líklega hefur læknir komið á staðinn til að bólusetja hluta af hópnum en annars var læknisskoðunin í höndum prestins og skólastjórans sem var kona prestsins. Hún gegndi, ef ég man rétt, hlutverki ritara við þessa viðmiklu rannsókn á allt að 50 börnum. Auk þeirra var sonur þeirra hjóna 5-7 ára gamall, ávalt viðstaddur læknisskoðunina. Hlutverk hans var þó óljóst. Halda áfram að lesa