Undir mottuna

Efasemdir eru sársaukafullar og þeir hugsa sem efast. Þessvegna held ég að allt hugsandi fólk lendi einhverntíma í því að líða illa í pólitíkinni. Við því er tvennt í boði. Annaðhvort að horfast í augu við að stundum séu hlutirnir ekki alveg nákvæmlega eins og maður helst vildi, endurmeta stöðuna og taka upplýsta afstöðu, eða þá að sópa undir mottuna því sem raskar hugarró manns og leiða hugann að einhverju öðru, þar til maður sjálfur og flestir aðrir hafa gleymt því sem hvíslaði að manni efasemdum um að maður hefði fullkomna yfirsýn yfir litla þrönga kassann sem maður lifir í.