Ljúflingur

Það er ekki hlaupið að því að finna karlmann sem er í senn náttúrulega fallegur og ekki svo hávaxinn að ég líti út eins og skrípamynd við hliðina á honum. Hulla systir mín fann þennan brámyndarlega mann Ingvar Jóhannsson í hlutverk Ljúflings.

Tilgangslaust

Birta: Hann er allavega sætur á mynd. Og er ekki með stafsetningarvillu í öðru hverju orði.
Eva: Mmpm, ég veit samt ekki…
Birta: Viltu kynnast karlmanni eða ekki?
Eva: Jú, ég vil það alveg. En ég held samt að það þýði ekkert fyrir mig að vera að hitta karlmenn. Ég er bara einhvernveginn dauð inni í mér. Halda áfram að lesa

Bísam

Eva: Hvort þætti þér verra; að vera utangarðs út á það sem þú ert eða að njóta viðurkenningar út á eitthvað sem þú ert ekki?
Ljúflingur: Ég held að gagnvart hópnum vilji flestir vera inni, jafnvel út á falska ímynd. Ekki kannski þú en flestir eru háðir félagslegri viðurkenningu.
Eva: Ég held að þú hafir rétt fyrir þér en gildir annað gagnvart nánum samböndum en hópnum?
Ljúflingur: Jaaaaá, viljum við ekki geta tekið niður grímurnar í nokkuð góðri vissu um að við séum elskuð þrátt fyrir að vera eins og við erum?
Halda áfram að lesa

Í alvöru

Ljúflingur.

Svo langt síðan ég hef séð þig. Engu líkara en að það hafi verið í einhverri annarri sögu. Mig ætti að langa að snerta þig, tala við þig, hlæja með þér en nú stöndum við hér og höfum ekkert meira að segja. Allavega ekki ég. Halda áfram að lesa

Lit

Ljúflingur. Huldumaðurinn minn.

Þegar ég ætlaði að ýta þér til hliðar svaraðir þú með því að segja tíkinni þinni allt af létta og herja út formlegt leyfi til að gista hjá mér. Ég orti þér ljóð í tilefni af þeim undarlega gjörningi. Hélt áfram að leita að frambærilegum kærasta en tók samt nokkrar óafturkræfar ákvarðanir. Fannst ég næstum elskuð um tíma. Halda áfram að lesa

Án rósa

-Viltu vera hjá mér í nótt?
-Auðvitað vil ég það en það er víst að ég geti það.
-Auðvitað geturðu það. Það er hinsvegar ekki víst að þú viljir það nógu mikið til að nenna veseninu sem það getur kostað. En það er allt í lagi, ég geri mér alveg grein fyrir því að ég er ekki á forgangslistanum hjá þér. Halda áfram að lesa