Leiðindi

Byltingin er að vinna á Sólheimum, Jarðfræðingurinn að undirbúa ráðstefnu, Pysjan í Danaveldi, Lærlingurinn á Ítalíu, Anna á Spáni, Elías – það er nú eins og það er og Ljúflingur farinn heim að fóðra tíkina.

Ég hef andskotans yfirdrifið nóg að gera en nenni engu af því.

Mér leiðist.

Ég fann síðast fyrir þessari tilfinningu í ágúst árið 2000. Þá var ég fangavörður á Litla Hrauni. Leiðindin komust á alvarlegt stig en ég læknaði sjálfa mig af þeim með því að stofna til ástarsambands við einn fanganna. Það var ekki gott mál að leiðast of lengi.

 

 

Manntafl

Ljúflingur:  Má ég vera hjá þér?
-Auðvitað. Er eitthvað að?
Ljúflingur: Nei. Ég var bara einmana.
-Nú? er alkóhólik bits að halda laugardaginn hátíðlegan?
Ljúflingur: Hættu þessum hnýtingum. Hnýttu mig frekar niður og ríddu mér eða eitthvað.
-Nei elskan mín.
Ljúflingur: Ég veit þig langar.
-Það getur vel verið en ég fæ meira kikk út úr því að kvelja þig andlega. Halda áfram að lesa

Undir þindinni

Ljúflingur: Eigum við að láta græða lófann á mér undir bringspjalirnar á þér?
Eva: Þú þjáist ekki af skuldbindingafælni.
Ljúflingur: Mér finnst stórmerkilegt hvað þér finnst gott að láta þrýsta undir þindina í þér.
Eva: Öllum finnst þetta gott. Það af því að öryggistilfinningin býr í þindinni.
Ljúflingur: Þér finnst þetta betra en flestum öðrum og samt ertu ekkert öryggislaus.
Eva: Ætli þindin sé svona óuppgötvaður nautnablettur?
Ljúflingur: Nei, ég held að undirvitundin þín sé að reyna að herma eftir tilfinningunni sem þú fannst þegar þú varst ólétt og börnin þrýstu þindinni upp. Halda áfram að lesa

Strengurinn

Eva: Þú sem ert vitur. Getur þú sagt mér hverskonar fávitaháttur það er að halda alltaf áfram að treysta mannskepnunni, þótt reynslan sýni að fólk bregst?
Ljúflingur: Þeir sem treysta engum verða geðveikir. Þú ættir að vita það. Trixið er finna út hvar fólk er líklegast til að bregðast og hleypa því ekki inn á það svið nema reikna með því að það geti farið á versta veg. Halda áfram að lesa