Just why?

-Hversvegna er nauðsynlegt að allur heimurinn hafi áhuga á enskum fótbolta?

-Hvað er svona rétt, gott og mannúðlegt við að láta þroskaheft barn ná fullum líkamsþroska?
-Hvað er svona æðislegt við að Þorgrímur Þráinsson, hvers líkamlegt ástand er eins og hann sé 12 áum yngri en hann er, komist í ennþá betra form?
-Hvers vegna er ennþá óútskýrður launamunur milli karla og kvenna?
-Hversvegna kemst Landsvirkjun alltaf upp með að hefja framkvæmdir í leyfisleysi?

Dömuboð

Baunin hélt dömuboð fyrir nokkrar bitrar konur en boðlegar í gær.

Drottinn minn djöfull hvað var gaman hjá okkur. Ég hef ekki hlegið svona mikið í háa herrans tíð. Reyndar kom í ljós að Anna taldi víst að litli bróðir minn (sem er jafnaldri mannsins sem er með sprungu í skelinni) væri sonur minn. Ég er búin að panta extrím meikóvertíma. Fyrir mig sko, ekki bróður minn. Halda áfram að lesa

Og dilla gervidindlum

Þegar ég er á djöfull-fyrirlít-ég-konseptið-stiginu (mér er alls ekkerti illa við karlmenn sem einstaklinga, það eru bara erkitýpurnar sem ég hef óttalegt ógeð á) skoða ég gjarnan prófíla á þeirri merku stefnumótasíðu einkamal.is, bara svona til að fá staðfestingu á þeim rétttrúnaði mínum að ég sé betur komin án eintaks af þessari merkilegu dýrategund. Í dag rakst ég á einn dásamlegan. Karl sem er að leita að konum sem vilja stofna með honum dildóklúbb sem myndi hittast einu sinni í viku eða mánuði. Halda áfram að lesa

Jólin búin

Á föstudaginn var ég svo veik að ég fór ekki í vinnu og hélt mig í bælinu mestan hluta dagsins. Það gerist ekki oft. Líklega var þetta hefnd örlaganna fyrir að fara lasin á tónleika en ég sé samt ekkert eftir því. Ef ég hefði samt sem áður verið svona slöpp hefði ég nagað handabökin inn í bein fyrir að hafa ekki farið. Halda áfram að lesa