Karlmennskan

Í dag byrjaði ég í megrun. Fjórum sinnum.

Fyrst þegar ég vaknaði.

Næst þegar við Sigrún gengum út af veitingastað þar sem ég hafði troðið í mig hádegisverði sem hefði nægt til að brauðfæða heilt þorp í Afríku. Halda áfram að lesa

Af englum

-Ooooooo Sigrún! Ég þarf svo á því að halda að komast í almennilegt frí og ég sé ekki fram á að það takist nokkurntíma. Mammon kemur bara með endalausar skítareddingar, aldrei neitt sem breytir stöðunni varanlega og það er sko ekki það að ég hefi ekki gert mína samninga við Djöfulinn, því það hef ég reynt, trúðu mér. En svo ég vitni í Laxness; ‘Pokurinn sveik mig’. Aftur. Og það er ekki bara það að ég sé skíthrædd um að þurfa að selja bréfin mín, heldur er ég bara líka að drepast úr höfnunarkennd. Ekki einu sinni Andskotinn vill mig, hversu ömurlegt er það? Halda áfram að lesa

Nostalgía

Sumrin þegar drengirnir mínir voru litlir. Í minningunni er alltaf sól.

Ég var í fríi. Fór með strákana í húsdýragarðinn um helgar á meðan við bjuggum í Reykjavík. Fyrir austan var enginn húsdýragarður en við fórum í sund daglega. Ég tók lit og gekk í stuttum kjólum og strigaskóm. Ég gat ennþá stjórnað því hvernig Haukur klæddi sig og Darri varð svo brúnn að sundskýlufarið sást allan veturinn. Halda áfram að lesa

Eldhússtrix

Pegasus er búinn að trixa eldhúsið mitt svo nú get ég lokað skáp sem annars stóð alltaf opinn. Þessi maður gerir allt fyrir mig.

Skemmtilegar vikur framundan. Hitti systtkini mín um helgina, búin að plana kvöld með Darra (sem ég hef varla hitt síðan á jólunum) Sigrún á stórafmæli og svo er að hefjast frönsk kvikmyndahátíð, einmitt á þessum rólega árstíma. Ég sé fram á að geta flutt lögheimilið mitt í bíó. Já og svo á ég gjafakort í Þjóðleikhúsið. Kannski maður fari að skoða hvað er í boði þar.

Páskafrí útrunnið

Notaði páskana til að þrífa hólf og lakka gólf. Gerði reyndar líka fleira, fór t.d. á leiksýninguna „Epli og eikur“ hjá Hugleik, alltaf gaman að þeim. Fór í mat á Selfoss til pabba og Rögnu á föstudaginn langa. Prísa mig sæla fyrir að vera ekki í mat hjá Rögnu á hverjum degi því það væri vís leið til að koma mér upp krónískri átfíkn. Ég er ennþá södd en reyndar gætu kjúklingabringurnar sem Sigrún eldaði ofan í mig í gær og keisaralega páskaeggið sem Stefán færði mér frá útlandinu haft einhver áhrif. Fyrir nú utan allar kaloríurnar sem Elías er búinn að troða í mig en hann hefur reyndar líka lagt sitt af mörkum til að láta mig brenna þeim aftur og það fannst mér nú skemmtilegt.

Þótt sé góð tilbreyting að hafa búðina lokaða og dunda bara við að lakka og þrífa er samt varla hægt að kalla það páskafrí. Ég er ákveðin í því að taka mér frí fyrstu helgina í júní. Svona alvöru frí, fara burt heila helgi. Ég veit reyndar ekkert hvert ég ætla. Nenni varla austur fyrir svona stuttan tíma en þar sem ég verð þá flutt í kjallarann á Vesturgötunni, kemur ekki til greina að vera heima í því fríi.

 

Eitt hugs um staðfestingar og fordóma

Fyrir tæpu ári trúði ég því að dömuskór í mínu númeri væru einfaldlega ófáanlegir nema kannski í Kolaportinu, notaðir með snúnum hæl úr einhverju dánarbúinu. Ég leitaði og leitaði, spurði og spurði, réðst á litlar gular konur á götu og yfirheyrði þær um skókaup sín (þær fá sína skó senda frá Thailandi) hringdi út um allar trissur og bað alla sem ég þekkti að hafa augun opin. Halda áfram að lesa

Jólin búin

Á föstudaginn var ég svo veik að ég fór ekki í vinnu og hélt mig í bælinu mestan hluta dagsins. Það gerist ekki oft. Líklega var þetta hefnd örlaganna fyrir að fara lasin á tónleika en ég sé samt ekkert eftir því. Ef ég hefði samt sem áður verið svona slöpp hefði ég nagað handabökin inn í bein fyrir að hafa ekki farið. Halda áfram að lesa