Elías

Vaknaði í morgun á þessum ægilega Elíasarblús. Mér finnst það undarlegt því ég hef ekkert hugsað neitt meira til þín undanfarið en ég er vön og í augnablikinu eru báðir strákarnir mínir og pabbi hérna svo ekki er það af því að mig skorti félagsskap. Kannski hefur mig dreymt þig, ég man næstum aldrei drauma. Halda áfram að lesa

Eitthvað um tré

-Hagkvæmt jú, ég býst við því en ég held nú samt að sambönd gangi ekki upp til lengdar nema fólk sé svolítið ástfangið, sagði hann.
-Nei, það er alveg rétt hjá þér að hagkvæmnissambönd ganga ekki upp til lengdar en ég sé nú ekki að þau gangi neitt frekar upp þótt maður sé ástfanginn. Ég er allavega nokkuð viss um að minn síðasti elskaði mig helling og ekki gekk það upp. Halda áfram að lesa

Bréf til nágranna minna

Mávahlíð 39, Reykjavík 17.04.2009

Til húsfélags og íbúðareigenda að Mávahlíð 39

Í gærmorgun þegar ég vaknaði stóð stórt, gamalt grenitré í garðinum mínum. Ekki svo að skilja að það hafi komið mér á óvart, það hefur verið þar lengi og hefur (eða hafði öllu heldur) töluvert tilfinningalegt gildi fyrir mig og ég kallaði það Elías. Ég opnaði gluggann og ræddi heimspeki dagsins við Elías en settist svo við vinnu mína. Um klukkutíma síðar kem ég fram og sé þá mann uppi í trénu, langt kominn með að saga af því greinarnar. Halda áfram að lesa

Spegill

Elías: Ég held að ég viti hvað triggerar þetta karlhatur í þér.

Eva: Nú?

Elías: Ég þekki þig sennilega betur en nokkur annar og ég sé mynstur. Held ég.

Eva: Jæja, og ætlarðu að segja mér?

Elías: Kannski. Ef þú verður ekki örg yfir því að ég sé að sálgreina þig. Halda áfram að lesa

Enn einn fyrirlestur um hamingjuna

Hamingjan byggist á 4 undirstöðum: veraldlegu öryggi (ekki ofgnótt), góðri heilsu (ekki þar með sagt að maður þurfi að vera afreksmaður í íþróttum eða efni í fyrirsætu), tilfinningalegu öryggi (ekki rómantískri ást) og tækifærum til að sinna reglulega einhverju sem maður hefur áhuga á og gefur manni egóbúst. Halda áfram að lesa