Þegar Gillz sendi mótmælendur heim til fólks – eða ekki

Haustið 2009 tók ég þátt í mótmælum við heimili Rögnu Árnadóttur. Það var vond hugmynd. Ekki af því að það sé ósiðlegt í sjálfu sér heldur af því að eftir á að hyggja var það ekki til þess fallið að hafa nein jákvæð áhrif auk þess sem það veldur saklausum ótta og það er ljótt. Þar fyrir utan skapa mótmæli alltaf ákveðna hættu á múgæsingi og þegar fólk er orðið brjálað er hættulegt að beina reiði sinni að manneskjum. Þarna var þó enginn brjálaður, þetta var fámennur hópur og enginn fór inn á lóðina hjá henni (ég veit ekki hvort það gerðist í eitthvert annað skipti en a.m.k. ekki í þetta sinn.)  Halda áfram að lesa

Íkorninn sem safnar forða til vetrarins

Þegar ég var fimmtán ára gengu allar stelpur með stutta, ljósa trefla og í gallabuxum. Nema ég. Ég klæddist víðum buxum, sítrónugulum, vínrauðum eða skærblágrænum og gróf upp ógnarlangan, svartan trefil með rauðum dúskum, sem móðir mín hafði notað á sínum sokkabandsárum.  Þann trefil bar ég við öll hugsanleg tækifæri, ekki bara af því að mér fannst hann flottur – þetta var ekki síður einhverskonar yfirlýsing. Halda áfram að lesa

Alveg jafn skítsama um góð ráð og Eygló sjálfri

Miðsvæðis í Reykjavík má reikna með að leiguverð fyrir herbergi með aðgangi að eldhúsi, baði og þvottahúsi sé á bilinu 55-70 þúsund. Tveggja herbergja íbúðir kosta oft á bilinu 160-190 þúsund á mánuði. Algengt er að að fólk, hvort heldur er á leigumarkaðnum eða þeir sem búa í „eigin húsnæði“ (sem venjulega er að mestu leyti í eigu lánastofnana) fari með meira en 60% tekna sinna í húsnæðiskostnað. Halda áfram að lesa