Ekki vera aumingjar

Myndin er af Wikipediu og sýnir tyrkneska hermenn í „Ólívuviðaraðgerðinni“. Ólívuviðurinn er friðartákn.

Það versta er að vita ekki hvort ég á frekar að óska þess að sonur minn hafi komist af eða farist. Í fyrradag vonaði ég að hann væri ekki hjá Tyrkjum heldur hefði komist af og væri hjá Kúrdum. Líkurnar á því eru afskaplega litlar og ég segi ekki að ég hafi verið bjartsýn en möguleikinn var þó huggun. Eftir atburði gærdagsins er sá veiki möguleiki hreint ekki þægileg tilhugsun. Í gær féll fjöldi óbreyttra borgara í loftárásum Tyrkja og síðar gengu Jihadistar um göturnar og slátruðu fólki með sveðjum. Halda áfram að lesa

Skilgreinir Facebook helgiathafnir sem barnaklám?

Svo virðist sem Facebook skilgreini helgiathafnir sem barnaklám. Ég póstaði mynd af trúarathöfn á Facebook í morgun, í tilefni af umræðunni um forhúðarfrumvarpið. Ég náði reyndar ekki einu sinni að pósta henni því áður en hún birtist fékk ég þessa tilkynningu:
Halda áfram að lesa

Eftirlifendum Grenfell-slyssins refsað

Þrátt fyrir fyrri loforð Theresu May um að nota ekki Grenfell-slysið sem afsökun fyrir því að kanna stöðu þeirra innflytjenda sem lifðu af, hefur nú verið staðfest að til þess að fá aðstoð verði þeir sem komust af að skrá sig hjá útlendingastofnuninni og lúta útlendingalögum. Það mun svo velta á aðstæðum hvað verður um þá en þeir geta átt von á brottvísun að 12 mánuðum liðnum. (Sjá hér.) Halda áfram að lesa

Ekki í mínu nafni! – Viðtal við Semu Erlu Serdar

semaerla

Liðsmenn Íslensku Þjóðfylkingarinnar hyggjast mótmæla viðtöku flóttamanna á Austurvelli kl 15 í dag. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á sama stað og sama tíma undir slagorðinu Ekki í mínu nafni. Kvennablaðið tók Semu Erlu Serdar tali. Halda áfram að lesa

Og Kastljósið tekur þátt í þögguninni

kastljos-688x451

Á Íslandi er nú stödd sænsk kona að nafni Pye Jakobsson. Hún er einn helsti talsmaður réttindabaráttu starfsfólks í kynlífsiðnaði og starfaði sjálf í þeim geira í mörg ár. Koma Pye til Íslands er samstarfsverkefni sænsku samtakanna Rose Alliance og Snarrótarinnar – samtaka um borgaraleg réttindi en tilefni heimsóknarinnar er sú ósvinna utanríkisráðuneytis Íslands, að standa í vegi fyrir því að starfsfólk í kynlífsþjónustu verði skilgreint sem sex workers í áliti sem unnið er að fyrir UNAIDS. Halda áfram að lesa

„Umfang mála réttlætir ekki mannréttindabrot“ – viðtal við Hafþór Sævarsson

hafthor-kvennabladid-x111-688x451

Í júlí síðastliðnum skilaði settur ríkissaksóknari, Davíð Þór Björgvinsson, áliti sínu á beiðni um endurupptöku Guðmundar og Geirfinnsmála. Niðurstaða hans var sú að rök séu fyrir endurupptöku í málum Sævars Ciesielski, Tryggva Rúnars Leifssonar, Alberts Klahn Skaftasonar og Guðjóns Skarphéðinssonar. Halda áfram að lesa