Pírataskjaldborgin, fjármálaráðherra og sjötta boðorðið

screen-shot-2015-09-01-at-11-13-24-688x451Mikið gæfuspor yrði það ef kjósendur sýndu jafn mikinn áhuga á störfum fjármálaráðherra og meintum bólfararáformum hans. En með fullri virðingu fyrir einkalífi Bjarna Ben og grunnstefnu pírata, þá er þessi pistill afar langt frá því að vera það skynsamlegasta sem sagt hefur verið um stóra Madison-málið. Halda áfram að lesa

Mannréttindi fyrir vonda fólkið

man-eavsdropping-688x451

Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að tveir fyrrum starfsmenn sérstaks saksóknara hafi staðfest að eitt þeirra verkefna sem þeir unnu fyrir embættið hafi falist í því að upplýsa slitastjórn Glitnis um trúnaðarsamtöl sakborninga í New York málinu og lögmanna þeirra. Þetta er brot á þagnarskyldu og sé það rétt að sérstakur hafi krafið menn sína um þessar upplýsingar er það háalvarlegt mál. Halda áfram að lesa

Rasismi og rétttrúnaður

fyrirokkars-688x451

Eitt af því sem gerir umræðu um málefni innflytjenda stundum erfiða er pólitískur rétttrúnaður. Annað sem gerir hana erfiða er rasismi. Og þegar tveir hópar kasta þessum hugtökum hvor í annan eins og skít, án þess að velta merkingu þeirra sérstaklega fyrir sér, er lítið á þeirri umræðu að græða. Halda áfram að lesa