Ekki í mínu nafni! – Viðtal við Semu Erlu Serdar

semaerla

Liðsmenn Íslensku Þjóðfylkingarinnar hyggjast mótmæla viðtöku flóttamanna á Austurvelli kl 15 í dag. Boðað hefur verið til samstöðufundar með flóttafólki á sama stað og sama tíma undir slagorðinu Ekki í mínu nafni. Kvennablaðið tók Semu Erlu Serdar tali. Halda áfram að lesa

Mannréttindi fyrir vonda fólkið

man-eavsdropping-688x451

Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að tveir fyrrum starfsmenn sérstaks saksóknara hafi staðfest að eitt þeirra verkefna sem þeir unnu fyrir embættið hafi falist í því að upplýsa slitastjórn Glitnis um trúnaðarsamtöl sakborninga í New York málinu og lögmanna þeirra. Þetta er brot á þagnarskyldu og sé það rétt að sérstakur hafi krafið menn sína um þessar upplýsingar er það háalvarlegt mál. Halda áfram að lesa

Íbúar við Grettisgötu mótmæla

Íbúar við Grettisgötu standa fyrir undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum skipulagsbreytingum við Grettisgötu er mótmælt. Í kynningartexta segir:

Nú á að fella eldgamlan, stóran og tignarlegan silfurreyni sem stendur við Grettisgötu 17 og einnig færa húsið sem þar stendur en það er friðað og mun ólíklega þola að vera fært. Húsið á að færa þannig að það stendur alveg ofan í garðinum að Grettisgötu 13 og skyggir þar með á alla sólarglætu í garðinum.

Ofan á þetta allt á að byggja hótel sem mun teygja sig frá Laugavegi og upp að Grettisgötu með tilheyrandi rútustoppum og óþægindum fyrir alla íbúa í nágrenni við reitinn. Einnig á að gera göngustíg að hótelinu frá Grettisgötu sem liggur alveg ofan í íbúum.

Engin grenndarkynning var gerð áður en teikningar voru samþykktar en skipulagsbreytingarnar voru aðeins auglýstar í Fréttablaðinu og það á Þorláksmessu. Aðeins nýlega fréttum við nágrannarnir af þessu og margir fréttu að þessu fyrst í dag. Þetta skipulag mun auðsjáanlega rýra lífsgæði okkar. Það mætti halda að miðbærinn væri aðeins ætlaður ferðamönnum og peningagræðgi. Einnig mótmælum við því að komið sé svona aftan að fólki og því nánast gert ómögulegt að nýta réttindi sín. Við undirrituð skorum á Reykjavíkurborg að framkvæma hið margumtalaða íbúalýðræði og leyfa þeim sem hér búa að fá að hafa eitthvað um málið að segja.“

Hægt er að undirrita áskorunina hér

Málið vekur ýmsar spurningar um rétt íbúa og  friðun húsa og trjáa. Kvennablaðið mun á næstunni leita svara við þeim.