Á sérstökum stað

Bara svo það sé á hreinu þá er ég ekki á leið með að verða útivistarfrík en um helgina gerði ég nú samt aðra tilraun til að fara í útilegu. Ég hef hingað til talið rétt að prófa allt einu sinni en nú er ég komin að þeirri niðurstöðu að sumt þurfi að prófa þrisvar sinnum áður en maður gerir upp við sig hvort það er áhugavert eða ekki.  Halda áfram að lesa

Útilega – dagur 3 – Svínafellsjökull

Ég hafði aldrei stigið fæti á jökul og þótt ég sé ekki svo hrifin af áhættusporti að mig langi í ísklifur eða að klöngrast yfir jökla dögum saman, hefur mig samt langað ponkulítið að prófa að stíga á jökul, bara til að vita hvort það er eitthvað líkt því að ganga um götur Reykjavíkur í febrúar. Það er búið að loka vegarslóðanum að Breiðamerkurjökli en við komumst að Svínafellsjökli. Halda áfram að lesa

Flórens

Matseðillinn á uppáhalds veitingastaðnum okkar í Flórens

Samkvæmt lögmálum lýðheilsufræðinnar ættu Ítalir að vera útdauðir. Þeir borða mikið, hratt og hættulega. Gófla í sig „Há Kolvetna Lífsstíls Fæði“ á mettíma, gluða ólífuolíu (sem er kennd við ólifnað) yfir brauðið, forréttinn, fyrri réttinn og seinni réttinn, og skola niður með ótæpilegu magni af áfengi, gúlla svo í sig dísætum eftirrétti og líkjör. Já og kaffi auðvitað. Halda áfram að lesa

Flúðasigling á Níl

Við Eynar fórum í flúðasiglingu á Níl. Ætluðum að gista en koksuðum á því þegar við áttuðum okkur á því að það var langt í næsta bæ og engin afþreying í boði á hótelinu um kvöldið. Þegar við komum heim var negrakóngurinn ekki heima. Kom heim næsta dag en varðist frétta af því hvar hann hefði verið. Við toguðum það þó upp úr honum að hann hefði eldað karrý handa konu – sem síðar kom í ljós að er barnsmóðir hans.

Halda áfram að lesa

Afríkukjóllinn

Það vill svo heppilega til að við Eynar erum venjulega sammála um það sem skiptir máli. T.d. það að ég geti aldrei átt of marga kjóla. Blessunarlega höfum við líka nokkuð svipaðan smekk hvað varðar klæðaburð en mitt róf er þó öllu breiðara en Eynars. Halda áfram að lesa

Barnsfórnir í Úganda

Þar sem fátækt, fáfræði og spilling koma saman er mannslíf lítils metið. Í Úganda eins og víðast í Afríku þykir sjálfsagt að börn vinni erfiðisvinnu og andlát eða hvarf barns er ekki litið alvarlegum augum miðað við það sem við eigum að venjast. Flestir hafa heyrt um hreyfingu Konys og félaga, LRA, og glæpi hennar gagnvart börnum en þeir eru kannski færri sem vita að samkvæmt opinberri stefnu ríkisstjórnarinnar má taka unglinga niður í 13 ára í herinn svo fremi sem samþykki liggur fyrir. Ég veit ekki hvers samþykki er átt við, barsnins eða föður þess (í Úganda hafa mæður engan rétt til barna sinna) . Í samanburði við glæpi Konys þykir það kannski ekki mikið mál að árið 2006 voru 5000 barnahermenn í úgandíska ríkishernum. (Nánari upplýsingar t.d. hér og hér.) Og svo hefur samþykki reyndar ekki alltaf verið neitt stórmál í huga Musevenis og félaga. Halda áfram að lesa

Kókos

Úganda og Ísland eiga það sameiginlegt að fátt er um verulega huggulega veitingastaði sem sérhæfa sig í hefðbundnum mat innfæddra. (Reyndar lifa Íslendingar ekki lengur á saltkjöti og slátri en Úgandamenn lifa ennþá á matoke.) Við fórum með Árna og Drífu á flottan indverskan stað og þótt sé gaman að bragða afrískan mat verður að segjast eins og er að indversk matarmenning er öllu fjölbreyttari og áhugaverðari því hefðbundin afrísk mátíð samanstendur af fjórum tegundum af sterkju með örmagni af kjöti, fiski, baunum eða grænmeti. Halda áfram að lesa