Högg

Smíða bát með leynivini mínum úr barnaskóla. Andans fley. Hann stýrir verkinu, ég ber lím á trékubbana en hann neglir.
Birta: Taktu hamarinn af honum!
Eva: Í guðsbænum láttu mig nú í friði. Ég er að reyna að leika við hann Halla Gulla og þetta er fínt svona.
Birta: Þú getur alveg svissað hlutverkunum án þess að hann fatti það.
Eva: Já áreiðanlega, en til hvers? Hann ræður alveg við þetta, áreiðanlega betur en ég. Halda áfram að lesa