Losum okkur líka við strympu

Fyrst ég var nú komin í þjóðlega gírinn á degi íslenskar tungu, fór ég að velta fyrir mér orðtakinu „nú vænkast hagur strympu.“ Undarlegt að það hafi aldrei þvælst fyrir mér fyrr.  Orðið strympa hefur augljós orðsifjatengsl við stromp og ein skýring sem orðabækur gefa er sú að strympa sé skessa en ég kom þessu ekki heim og saman svo ég spurði snjáldrið. Halda áfram að lesa

Sveltandi Íslendingar?

Myndin sem fylgdi frétt DV sýnir svanga Íslendinga í matarleit

Það er ömurlegt að samfélagsumræðan skuli vera á því plani að ef maður ætlar að gagnrýna vafasama meðferð gagna og túlkanir á þeim, skuli maður alltaf þurfa að taka fram að maður sé ekki að lýsa yfir hatri á einhverjum minnihlutahóp eða halda því fram að allt sé í himnalagi og allir búi við réttlæti. Ég tek því strax fram að ég efast ekki um að fátækt sé vandamál á Íslandi.

Engu að síður er þessi fréttaflutningur dæmi um arfavonda blaðamennsku. Þessi alþjóðlega könnun leiðir í ljós að 16000 Íslendingar telja sig ekki hafa nógu gott atlæti. Hún leiðir ekki í ljós að 16000 Íslendingar séu vannærðir. Sýnið mér nokkur hundruð Íslendinga sem eru undir kjörþyngd án þess að það skýrist af einbeittum megrunarvilja áður en þið segið mér að 5% þjóðarinnar búi við hungur.

Ég er ekki að segja að það hafi aldrei gerst á Íslandi á síðustu áratugum að einhver hafi dáið úr hungri en ég leyfi mér að fullyrða í þeim tilvikum eru fleiri breytur sem spila inn í, svosem óregla, heilabilun eða átröskun.

Uppfært: Efasemdir mínar um að hungursneyð ríki á Íslandi hafa vakið hörð viðbrögð.

Bent hefur verið á að margir nái ekki framfleyta sér án aðstoðar hjálparstofnana. En fréttin snerist bara ekkert um það hvort fólk þyrfti eða fengi aðstoð, heldur hvort það fengi nóg að borða. Fólk sem fær úthlutanir frá hjálparstofnunum er ekki sveltandi.  Ég er auðvitað ekki að segja að það sé viðunandi ástand, heldur er ég að efast um að 5% Íslendinga lifi undir hungurmörkum.

Aðrir hafa bent á rýrun kaupmáttar en það var heldur ekki umfjöllunarefnið heldur það hvort fólk fengi nóg að borða. Sá sem fær ekki nóg að borða grennist. Ef 5% þjóðarinnar væru að horfalla þá hlyti heilbrigðisþjónustan að hafa orðið þess vör. Mér finnst þessvegna líklegt að margir þeirra sem segjast ekki fá nóg að borða, eigi við að þeir fái ekki þann mat sem þeir vildu borða, frekar en að þeir séu sveltandi.

Hér má sjá hlutfall vannærðra í ýmsum löndum. Ekki er getið um neina vannæringu á Ísland á listanum en sem dæmi um lönd þar sem 5% þjóðarinnar eru vannærð má nefna Chile, Azerbaijan, Ghana, Egyðpaland o.fl.

Væri ekki nær að skoða þau fjölmörgu vandamál sem eru raunveruleg afleiðing fátæktar á Íslandi og sleppa þessu hungurklámi? Eða halda menn að það bæti eitthvað að ýkja vandann?

 

Hvað er pólitískur rétttrúnaður?

Í opinberri umræðu ber alltaf á einhverjum tískuhugtökum.Fyrir 10-12 árum komst varla nokkur maður í gegnum þriggja mínútna útvarpsviðtal án þess að koma orðinu „stærðargráða“ einhversstaðar að. Meira ber þó á hugtökum sem fela í sér gildisdóma, orðum sem verða nánast eins og töfraþula, svar við öllu og hentug leið til að loka umræðunni. Árið 2009 klæmdust netverjar á orðinu „meðvirkni“ þar til það missti nánast merkingu sína. Varla er hægt að kalla það tísku að tala um aðför og einelti gegn stjórnmálaflokkum; það fer nú sennilega að teljast sígilt. Halda áfram að lesa

Má karl flengja konu sína ef hún undirritar samkomulag?

Til er fólk sem setur ofbeldisskilmála inn í hjúskaparsáttmála sinn. Eða kannski er ofbeldi ekki rétta orðið, þar sem ekki er um ofbeldi að ræða þegar upplýst samþykki liggur fyrir. Líkamleg tyftun verður nú samt ofbeldi um leið og viðfang meiðinganna dregur samþykki sitt til baka, þannig að jú, við getum kallað þetta ofbeldisskilmála. Halda áfram að lesa

Harpa Hreinsdóttir og eineltið

Ég gerði ákveðin mistök þegar ég birti síðustu færslu. Ég hefði átt að afmá persónukenni í skjáskotinu (og er búin að því núna). Það er nefnilega alveg rétt sem Harpa Hreinsdóttir bendir á í þessari grein, aðgerðir af þessu tagi geta kynt undir persónulegum ofsóknum. Það var vitanlega ekki hugmyndin hjá mér að ofsækja þennan mann, heldur að neita að hlýða skilmálum fb, þegar reglum er framfylgt reglnanna vegna. Ég fékk svo aukinheldur staðfest að maðurinn hefði beðið Hildi persónulega afsökunar, sem vitanlega skiptir miklu máli. Halda áfram að lesa

Verjum tjáningarfrelsi Hildar Lilliendahl

Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að ég er afskaplega ósátt við margt í málflutningi feminista. Þeir sömu hafa heldur ekki komist hjá því að taka eftir því að ég hef mikla andúð á öllum hugmyndum um skerðingu tjáningarfrelsis. Til þess að takast á við hugmyndir sem maður álítur rangar, á maður að nýta sitt eigið málfrelsi til að benda á veikleika í málflutningi andmælenda sinna. Góð samfélagsumræða skapast því aðeins að sem flestar, ólíkar raddir fái að heyrast; án tjáningar- og upplýsingafrelsis er ekkert lýðræði. Halda áfram að lesa