Vítisenglamálið sem reyndist ekki Vítisenglamál

Ísland er andverðleikasamfélag. Samfélag þar sem undirmálsfólk kemst auðveldlega í áhrifastöður. Þar sem þingmaður sem hefur misfarið með almannafé í starfi og hlotið fangelsisdóm fyrir er kosinn aftur á þing. Þar sem fólk hefur verið ráðið til háskólakennslu án þess að hafa einu sinni lokið meistaraprófi. Þar sem það telst blaðamennska að renna greinum úr erlendum þvaðurblöðum í gegnum google translate. Þessi upphafning vanhæfninnar kemur sér vel fyrir nokkra einstaklinga en bitnar almennt á fjöldanum. Einn stór kostur fylgir þó andverðleikasamfélagi; vanhæfni valdafólksins nær einnig til undirheima. Halda áfram að lesa

Má ekki segja sannleikann um flóttamenn?

 

Orð Kristínar Völundardóttur, forstjóra Útlendingastofnunar, umflóttatúrisma (5. mín) vöktu að vonum almenna hneykslun. Slæmt er ef fréttastofa Ríkisútvarpsins hefur tekið orð hennar úr samhengi. Kristín þyrfti að útskýra hvernig það var gert og hvað hún sagði eiginlega „í samhengi“ því hún virðist vera ein um að átta sig á því.

Einhverjir telja þó að Kristín sé bara að ræða staðreyndir um flóttamenn og benda á að stofnunin sé of fjársvelt og undirmönnuð til að sinna hlutverki sínu. Þetta sé ekkert öðruvísi en þegar talsmenn Vinnumálastofnunar eða Tryggingastofnunar bendi á að bótakerfið sé misnotað. Halda áfram að lesa

Þarf löggan heimild til að nota tálbeitur?

Það þurfti engar „forvirkar rannsóknarheimilidir“ til að koma upp um glæpastarfsemi Vítisengla. Það þurfti engar tálbeitur til að koma upp um Karl Vigni og aðra stórtæka barnanauðgara. Það var heldur ekki neinn skortur á valdheimildum sem réði því að það tók þá viku að sækja sönnunargögn Kastljóssins gegn Karli Vigni. Sú afsökun að umfang efnisins hafi verið svo gífurlegt að þeir hafi þurft margar vikur til viðbótar til að handtaka hann, er svo vond að maður fær hreinlega kjánahroll. Halda áfram að lesa