Æ æ. Það yrði nú ljótan ef við yrðum eina liðið í félaginu án loftvarna. Sem betur fer er til einföld lausn.
-Við ættum fyrst að vera stolt af því að vera eina Natóríkið án loftvarna.
-Næst ættum við að draga fyrir dóm þá menn sem hafa gefið okkur ástæðu til að óttast að aðrar þjóðir líti á okkur sem óvini, biðja Íraka formlega afsökunar og biðja þá að líta á þá stefnu okkar að vera vopnlaus og varnalaus sem merki innilegrar iðrunar.
-Við ættum að sýna friðarvilja okkar með því að kjósa ekki á þing þá sem hlaupa með lafandi tungu á eftir stríðsherrunum, heldur hina sem vilja losa okkur undan þeirri smán að eiga aðild að hernaðarsamtökum.
Ef við gerum það verðum við ekki lengur eina ríki Atlantshafsbandalagsins án loftvarna.



Mér finnst dálítið óhugnanlegt hvað eftirlitssamfélagið hefur náð sterkri fótfestu án verulegra mótmæla af hálfu almennings. Ótrúlegustu upplýsingar um einstaklinga eru skráðar úti um allan bæ. Eftirlitsmyndavélar eru í verslunum og á götuhornum. Flestir virðast vera sáttir við þetta því öryggið vegur þyngra en óþægindin af því að láta horfa á sig. 