Ef þú mættir velja þér ofbeldismenn

BucketHeadÓttar hefur lagt eftirfarandi spurningu fyrir vinnufélaga sína og nokkra aðra:

Ef þú værir fangi og ættir að sæta hópnauðgun og öðrum misþyrmingum en mættir velja um það hvort kvalarar þínir væru amerískir eða arabískir, hvort þætti þér þá bærilegra?

Hver einasti þeirra sem enn hafa svarað þessari spurningu telja að það hljóti að vera illskárra að verða fyrir þesskonar meðferð af hálfu Ameríkana en araba. Svo er bara spurningin hvaða ályktanir megi draga af þessum svörum. Kannski er skýringin að einhverju leyti sú að við treystum við bandarísku réttarkerfi betur en réttarkerfum framandi menningarsvæða en þeir sem svara virðast yfirleitt ekki hafa það í huga heldur tilfinningalega upplifun af því að verða fyrir ofbeldi. Bendir þetta ekki bara til fordóma, að við teljum araba grimmari eða óhreinni en bandaríska hermenn?

Ég hef reyndar bara heyrt svör karlmanna við þessu ennþá. Það verður fróðlegt að sjá hvort konur hafa aðra afstöðu. Sjálf myndi ég velja arabíska ofbeldismenn, hiklaust, af því að ég hef á tilfinningunni að þeir séu ekki eins líkamlega sterkir og Kaninn. Sem skiptir náttúrulega engu máli þegar um er að ræða hóp manna. Val mitt leiðir þannig í ljós mína eigin fordóma um líkamlegt atgervi ameríkana og araba. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að bæði arabar og Ameríkanar eru afskaplega stórir hópar og margir kynþættir sem þeim tilheyra. Ég sé Bandaríkjamanninn fyrir mér hvítan, myndarlegan, stóran og sterkan en arabann grannholda, brúnleitan á hörund og lítið hærri í loftinu en mig sjálfa. Og með vefjarhött.

 

One thought on “Ef þú mættir velja þér ofbeldismenn

  1. —————-

    Skúli @ 24/06 17.16

    „Eru nú tveir kostir og er hvorgi góður“!

    —————-

    Siggalára @ 25/06 08.56

    Var að fatta að ég mundi líka velja araba. Vegna þess að, og hér kemur sleggjudómur, að ég hef á tilfinningunni að Vesturlandabúar séu mun hugmyndaríkari þegar kemur að því að kvelja og pína heldur en austanmenn.

    Veit ekki hvaðan ég hef þá hugmynd, og kom sjálfri mér eiginlega á óvart með þessari skoðun.

    —————-

    Spúnkhildur @ 25/06 11.06

    Færi sennilega í kanann, nema að arabarnir væru allir rakaðir. Hefur eitthvað með síð skegg að gera??? Allir eru víst pínkulítið klikkaðir inni við beinið. Hehe!

    —————-

    Gunný @ 25/06 23.53

    Hef verið á meðal Araba, og átt vini sem eru arabar, gat ekki séð neinn mun á þeim eða öðru fólki satt best að segja þannig mér er um megn að svara spurningunni. Ofbeldi enda sjálfu sér líkt hvaðan sem það kemur.

    —————-

    dagný @ 28/06 09.44

    Ég hef aldrei getað séð að það skipti máli hver pínir mann. Verða þjáningarnar eitthvað léttbærari af því að ofbeldið kemur „héðan“ en ekki „þaðan“?
    Það eina sem ég get hugsað mér að auki á þjáningarnar vegna þess „hver“ veldur þeim er; ef um einhvern/einhverja er að ræða sem fórnarlambið treysti eða taldi sér vinveitta fyrir atburðinn

    —————-

    Örvar @ 01/07 08.37

    Standa amerískir arabar einnig til boða?

Lokað er á athugasemdir.