Undarleg og ósannfærandi finnst mér sú hugmynd sem einhverjir halda nú á lofti að það sé tilgangslaust að berjast fyrir endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna, nú þegar Sævar er látinn. Þeir eru einnig til sem álíta að það sé tillitsleysi við fjölskyldur þeirra sem í hlut eiga að krefjast endurupptöku. Sumir halda því fram að þar sem enginn sýndi þessum málum áhuga áður, þá sé það tóm hræsni að fara af stað með einhverjar stuðningsaðgerðir nú. Sennilega er lítil þörf á að taka það fram að þeir sem nú hrópa hræsni hræsni lyftu fæstir litla fingri til að gera eitthvað í málunum sjálfir á meðan Sævar lifði. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Mannréttinda og friðarmál
Misskilningur varðandi endurupptöku Geirfinnsmálsins
Nokkur misskilnings gætir um tilgang þeirra sem krefjast endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála.
Sumir spyrja hver tilgangurinn sé, nú þegar Sævar er látinn og margir láta í ljósi efasemdir um að verði mögulegt að fá nokkurn botn í þessi mál. Halda áfram að lesa
Látum ekki málið deyja með Sævari
Sævar Ciesielski er látinn.
Hann sat í einangun í tvö ár. Hann var beittur pyndingum. Hann var sakfelldur fyrir morð sem enn er ekki sannað að hafi verið framin og sem útilokað er að hann og aðrir sem sakfelldir voru hafi framið. Halda áfram að lesa
Það var ekkert lík til að afhenda
Maður kemst bara við af því að heyra um virðingu ráðamanna í Bandaríkjunum fyrir islömskum hefðum.
Reyndar er hefðin sú, allsstaðar í veröldinni, óháð trú og menningu, að útförin er fyrst og fremst hugsuð sem tækifæri fyrir aðstandendur til að kveðja hinn látna. Gaman væri nú að vita hvaða ríki það voru sem voru þrábeðin að taka við líkinu og hversvegna þau neituðu því.
Ég gæti best trúað því að líkinu hafi ekki verið skilað vegna þess einfaldlega að það var ekkert lík. Allavega ekki af Ósama bin Laden. Hann er sennilega dauður fyrir mörgum árum. Bandaríkjastjórn og Nató vildu hinsvegar gjarnan að ‘óvinurinn’ hefði andlit af því að það virkar svo vel á pöpulinn og þessvegna var leikari dubbaður upp í gervi Ósómans og goðsögninni haldið á lífi.
Nú þegar togast á í hjörtum almennings reiðin í garð Ghaddafis og andúðin á morðum sem framin eru undir því yfirskini að lykillinn að friði og frelsi sé sá að drepa hann, er rétti tíminni til að svæfa goðsögnina um Ósóma. Heimurinn hefur eignast nýjan og ferskan óvin og það er hressandi í allri gagnrýninni á tilgangslaus morð að gefa fólki einn dauðan óvin til að gleðjast yfir. Gaddi garmurinn getur svo tekið við hlutverkinu andlit óvinarins. Ég spái því að honum verði haldið á lífi lengi enn.
Um nætur er ég hjá herra mín og þar fór það
Ung að árum lærði ég þjóðkvæði sem mér fannst álíka óhugnanlegt og Ókindarkvæði. Það hefst á línunni einum unni ég manninum og segir sögu ungrar stúlku sem á sér elskhuga í meinum. Faðir hennar kemst að því, ber hana hrottalega og gefur hana svo ríkum manni. Sá ríki verður besti vinur hennar og hún sem áður spann hör á torg og bar um nætur napra sorg, spinnur á daginn silki og lín og hvílir í örmum herra sín um nætur. Heppin!
Forvirkar rannsóknarheimilidir á Svandísi
Ég biðst afsökunar á því að hafa fagnað því þegar Ögmundur tók við embætti mannréttindaráðherra. Ég taldi að hann myndi vinna ötullega að mannréttindamálum enda hefur hann alltaf gefið sig út fyrir að vera mannréttindasinnaður. Mér skjátlaðist.
Hefur þú eitthvað að fela?
Ég þekki konu sem hélt að hún væri að verða geðveik. Hún gat ekki sett óhreinar nærbuxur í taukörfuna, heldur þvoði þær í höndunum jafnóðum og það er bara frekar bilað. Á endanum tók hún sér tak og komst yfir þetta því hún vildi ekki láta gamalt áfall stjórna lífi sínu. Halda áfram að lesa
Múslímaplágan
Múslímar eru að yfirtaka heiminn. „Í alvöru, þetta fjölgar sér eins og kanínur“ Eins og fram kemur í þessu myndbandi, má reikna með að fólk, upprunnið í löndum þar sem meirihlutinn játar islam, og afkomendur þeirra, nái meirihluta á nokkrum áratugum. Halda áfram að lesa
Safaríkt svar frá mannréttindaráðherra
Ég hef töluvert álit á Ögmundi Jónassyni. Allavega tel ég hann öðrum líklegri til að koma góðum hlutum til leiðar sem dómsmálaráðherra og yfirleitt kemur hann mér þannig fyrir sjónir að hann hafi sterka réttlætiskennd, sé sjálfum sér samkvæmur en jafnframt víðsýnn og tilbúinn til að hlusta á almenna borgara þegar þeir deila skoðunum sínum með honum. Ég varð því dálítið hissa í morgun þegar ég opnaði tölvupóstinn minn og las svar við erindi sem ég sendi inn á vefsetur hans, líklega á mánudaginn.
Þetta var örstutt fyrirspurn um það hvort mannréttindaráðuneytið hefði beitt sér eða hyggðist á einhvern hátt bregðast við máli írönsku konunnar Sakineh Ashtiani sem nú situr í fangelsi í Tarbriz og bíður þess að vera grafin niður í holu og grýtt til bana. Ég hef oft skrifað ráðamönnum og opinberum stofnunum vegna mannréttindamála og yfirleitt hef ég fengið svör, misgóð að vísu, oft bara einhverja klisju um að viðkomandi muni ‘fylgjast með þessu máli’ (hvernig sem það á nú að hjálpa) en næstum alltaf benda svörin til að einhver hafi allavega lesið bréfið. Össur Skarphéðinsson, svaraði t.d. sama erindi frá mér í síðustu viku og sagðist hafa mótmælt dómnum í bréfi sem var afhent sendiherra Irans í Noregi. Að vísu má ekki birta það bréf opinberlega og maður hlýtur að velta því fyrir sér hversvegna þurfi leynimakk í kringum álit íslenskra stjórnvalda á mannréttindabrotum, en hann svaraði þó allavega eins og hann hefði lesið tölvupóstinn.
Svarið sem ég fékk við bréfi mínu til Ögmundar var sent frá netfanginu safi@bsrb.is. Hraðleit á google bendir til þess að eigandi þessa netfangs sé upplýsingafulltrúi bsrb og það er svosem gott mál ef bsrb hefur áhuga á mannréttindamálum. Ég veit samt ekki alveg hvort ég á að túlka svarið sem merki um að Ögmundur áframsendi slík erindi til vina sinna hjá BSRB, að Ögmundur sjálfur deili netfangi með Sigurði eða sem merki um að einhver fáviti hafi komist í tölvupóstinn.
Svarið er stutt og laggott og skrifað í hástöfum:
ÞÓTTI VÆNT UM BRÉF ÞITT. KÆRAR ÞAKKIR. KV. ÖGMUNDUR
Þjóðernishyggja er af sömu rót og trúarbrögð
Ég er nokkuð viss um að Dylan hefur verið undir áhrifum af þessum söng þegar hann samdi With God on Our Side.