Flottur pabbi! Svona á að gera þetta!

Í gær birti DV frétt (að sjálfsögðu án þess að geta heimilda) af manni í Texas sem barði barnaníðing til bana.

Og þá varð kátt í höllinni. Hvílíkur fögnuður yfir manndrápi. Svona á að gera þetta! það er tónninn hjá mörgum, sennilega flestum þeirra sem tjá sig um málið á umræðukerfi DV. Halda áfram að lesa

Hvað sagði Hulda Elsa?

Ég þoli ekki kjaftasögur. Þ.e.a.s. þegar um er að ræða sögur sem koma almenningi við, þá þoli ég ekki að fá það ekki á hreint hvort er einhver fótur fyrir þeim og hver hann er þá.

Nú gengur saga um að Hulda Elsa Björgvinsdóttir, hafi verið að tjá sig um nauðgunarákæru á hendur Agli Einarssyni og unnustu hans, í kennslu í HR.

Ég er sannarlega enginn aðdáandi ríkissaksóknara og tilbúin til að trúa öllu illu upp á það embætti en þetta er fjandinn hafi það of seigur biti til að hægt sé að kyngja honum hráum.  Vill einhver sem var í þessum tíma vessgú segja okkur hvaða smáfjöður varð að fimm hænum í þessu tilviki?

Eftir hverju er ríkissaksóknari að bíða?

Þjóðþekktur maður og ung unnusta hans liggja undir grun um að hafa framið svívirðilegan glæp. Meira en þrír mánuðir eru liðnir síðan stúlkan lagði fram kæru. Á þessum 14 vikum sem liðnar eru frá því að málið komst í fjölmiðla, hefur lögreglan sent málið til ríkissaksóknara, sem aftur henti málinu í lögguna. Löggan  hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu að málið sé dómtækt því nú berast fréttir af því að ríkissaksóknari ætli að taka sér tvo mánuði í að ákveða hvort hún gefur út ákæru eður ei. Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar 3. ársfjórðungur

Júlí

Í byrjun júlí réðust menn á unga stúlku á útihátíð.  Viðbrögð lögreglunnar, þegar móðirin kvartaði yfir aðgerðaleysi hennar, voru þau að segja móðurinni til um barnauppeldi. Það er undarlegur andskoti að lögreglumenn sem meta aldur og þroska stúlkunnar svo að hún hefði átt að vera sofandi heima hjá sér, skuli samt sem áður hvorki hafa séð ástæðu til þess að koma barninu undir læknishendur né í hendur foreldra. Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar 2. ársfjórðungur

Apríl
.
Apríl hófst með frétt um konu sem varð fyrir kynferðisglæp af hálfu lögreglumanns. Nógu helvíti erfitt er að koma lögum yfir nauðgara (og með þessum orðum er ég ekki að mæla með öfugri sönnunarbyrði) en ekki er auðveldara að koma lögum yfir löggur.  Þetta mál átti aldrei séns.

Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar 1. ársfjórðungur

Janúar 2011

Það þarf mikið til að lögregluþjónn sé látinn víkja. Ætli það dugi að reyna að beita persónulegum tengslum sínum innan löggunnar til kærastan komist upp með að aka full? Eða þarf maður að ganga svo langt að afturkalla aðstoð neyðarlínunnar þegar kærastan hefur valdið slysi? Þetta reyndist vera einn og sami maðurinn. Hann fékk „tiltal“. Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar 2011 -inngangur

Af og til birtast fréttir af undarlegum vinnubrögðum lögreglu og dómstóla, valdníðslu og jafnvel hreinu og kláru ofbeldi. Sjaldgæft er þó að kærur á hendur lögreglunni fari fyrir dóm enda kannski ekki við því að búast þegar um er að ræða stofnun sem hefur eftirlit með sjálfri sér. Það er í rauninni ótrúlegt að ekki skuli vera til nein óháð eftirlitsstofnun eða embætti sem fylgist með störfum lögreglunnar og nú þegar við sjáum fram á að frumvarp um auknar njósnaheimildir lögreglu, verði lagt fram á Alþingi, er sérstök ástæða til þess að koma slíku embætti á. Halda áfram að lesa

Mær um Mey

Íslendingar eru svo lánsamir að njóta leiðsagnar sér viturra fólks í flestum efnum. Þannig hefur blessað yfirvaldið t.d. á að skipa nefnd sérfróðra manna sem hefur þann starfa að hafa vit fyrir sauðmúganum þegar hann gefur börnum sínum nöfn. Það er líka eins gott því ef mannanafnanefndar nyti ekki við má ætla að fólk myndi nota tækifærið til að niðurlægja börnin sín með því að nefna stúlkur Íngismey Flatlús og drengi Jónabdullah Facebook Fiðrildareður. Halda áfram að lesa