Þann 13. febrúar sl bárust fréttir af því að hersveitir Nató hefðu drepið 10 óbreytta borgara í Afghanistan, þar af 5 börn. Núna í síðustu viku féllu svo tvö smábörn sem voru álitin hryðjuverkamenn. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Andóf og yfirvald
Ríkisstjórnin tilnefnd til Steingrímunnar
Vítisenglamálið sem reyndist ekki Vítisenglamál
Ísland er andverðleikasamfélag. Samfélag þar sem undirmálsfólk kemst auðveldlega í áhrifastöður. Þar sem þingmaður sem hefur misfarið með almannafé í starfi og hlotið fangelsisdóm fyrir er kosinn aftur á þing. Þar sem fólk hefur verið ráðið til háskólakennslu án þess að hafa einu sinni lokið meistaraprófi. Þar sem það telst blaðamennska að renna greinum úr erlendum þvaðurblöðum í gegnum google translate. Þessi upphafning vanhæfninnar kemur sér vel fyrir nokkra einstaklinga en bitnar almennt á fjöldanum. Einn stór kostur fylgir þó andverðleikasamfélagi; vanhæfni valdafólksins nær einnig til undirheima. Halda áfram að lesa
Veit fangelsisstjórinn hvað orðið barnauppeldi merkir?
Varúð! Þessi pistill er ekki við hæfi lesenda sem eru nógu vitlausir til að túlka ósk um mannúðlega meðferð á föngum sem réttlætingu fyrir glæpum. Halda áfram að lesa
Þarf löggan heimild til að nota tálbeitur?
Það þurfti engar „forvirkar rannsóknarheimilidir“ til að koma upp um glæpastarfsemi Vítisengla. Það þurfti engar tálbeitur til að koma upp um Karl Vigni og aðra stórtæka barnanauðgara. Það var heldur ekki neinn skortur á valdheimildum sem réði því að það tók þá viku að sækja sönnunargögn Kastljóssins gegn Karli Vigni. Sú afsökun að umfang efnisins hafi verið svo gífurlegt að þeir hafi þurft margar vikur til viðbótar til að handtaka hann, er svo vond að maður fær hreinlega kjánahroll. Halda áfram að lesa
Má löggi leyna Búsóskýrslunni?
Í september 2012 synjaði Stefán Eiríksson lögreglustjóri mér um aðgang að skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Þann 16. september 2012 kærði ég þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin hefur nú loksins komist að niðurstöðu en hún er sú að lögreglustjóra hafi ekki verið heimilt að synja mér um aðgang að skýrslunni á grundvelli þeirra lagagreina sem hann notaði máli sínu til rökstuðnings. Einnig kemur fram að úr því hafi ekki verið bætt í skýringum lögreglustjórans til úrskurðarnefndarinnar. Halda áfram að lesa
Að runka refsigleðinni
Fangi strýkur af Litla Hrauni. Gefur sig að lokum fram enda afber enginn venjulegur maður útlegð á Íslandi um miðjan vetur. Honum er skutlað beint í einangrun, ekki af því nein hætta sé á að hann spilli rannsókn sakamáls eða af því að hætta stafi af honum eða steðji að honum innan um aðra fanga, heldur er það hrein og klár grimmd sem ræður ferðinni. Halda áfram að lesa
Til hvers þarf löggan næstum 300 skotvopn?
Í gær sagði visir.is frá því að lögreglan hefði yfir að ráða 254 skammbyssum og 37 rifflum.
Í fréttinni er engin tilraun gerð til þess að skýra þörfina á þessari miklu vopnaeign. Mér skilst að sérsveit lögreglunnar skipi um 50 manns. Ef það er rétt er erfitt að sjá fyrir sér aðstæður þar sem þörf er fyrir á hátt á þriðja hundrað skotvopna. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort verið sé að leggja drög að því að lögreglan gangi með skotvopn á sér. Halda áfram að lesa
Hið augljósa samhengi
Í hugum margra nútímamanna voru galdramál miðalda skýrt dæmi um grimmdarlega skoðanakúgun á grundvelli hjátrúar og ofstæki. Frá seinni hluta 15. aldar og fram á 18. öld voru tugir þúsunda dæmdir til dauða og líflátnir vegna samskipta sinna við Djöfulinn. Konur voru í yfirgnæfandi meirihluta en einnig voru dæmi um karla og börn sem hlutu þessi örlög. Í fyrstu var galdrafólkið brennt lifandi en síðar voru teknar upp mannúðlegri aðferðir, svo sem henging eða eiturgjöf, að loknum pyntingum að sjálfsögðu, og líkin svo brennd. Ísland hefur að þessu leyti sérstöðu, 20 karlar voru brenndir fyrir galdur en aðeins ein kona. Halda áfram að lesa
Búin að kæra Stefán
Í dag fékk ég ábendingu um að mjög vafasamt væri að það stæðist upplýsingalög að neita almenningi um aðgang að skýrslu Geirs Jóns Þórissonar um búsáhaldabyltinguna. Ég sendi því inn kæru til úrskurðarnefndar um upplýsingamál, svohljóðandi: Halda áfram að lesa