Vegna þess minn mæti, að meirihlutinn hefur ekki endilega rétt fyrir sér. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Andóf og yfirvald
Brauð og leikar
Hvílíkt veður, er þetta Ísland í september? Burðast með fangið fullt af mótmælaspjöldum upp Laugaveginn og þegar ég missi þau drífur að fólk sem er reiðubúið að taka hluta af byrðinni. Halda áfram að lesa
Löggan sem beitti kylfunni
Einu sinni vann ég við öryggisgæslu. Hluti af starfinu fólst í því að taka skýrslur af þeim sem voru grunaðir um þjófnað, skemmdarverk eða önnur smáafbrot og vísa fólki af svæðinu ef það var drukkið eða með óspektir. Á þeim tíma var mikill áhugi fyrir því meðal ungra öryggisvarða að fá að ganga vopnaðir enda þyrftu þeir einatt að eiga við drukkið fólk og hættulegt. Halda áfram að lesa
Að búa við persónunjósnir
Það er langt síðan ég fékk staðfestingu á því að sími Byltingarinnar var hleraður. Hélt fyrst að þetta væri paranoja í honum en ég á vini á réttum stöðum og þetta ku víst vera tilfellið. Eða var það allavega um hríð. Halda áfram að lesa
Ekki í mínu nafni – ekki með mínum peningum
Þetta er hið ómengaða Ísland í dag. Af hverju voru skattpeningarnir mínir notaðir til að endalausra vegaframkvæmda en ekki til að bæta strætisvagnakerfið og gera mér þar með mögulegt að losa mig við bílinn? Halda áfram að lesa
Á náttúran að njóta réttinda?
Þessar pælingar spruttu af svar lesanda við þessum pistli. Honum þótti einkennilegt að eigna náttúrunni réttindi.
Lögreglan upprætir galdrakúnstir
Síðustu nótt gerðist það, í fyrsta sinn á þessari öld, (eða það ætla ég að vona) að lögreglan í Hafnarfirði hafði afskipti af galdraiðkunum. Það var sonur minn Byltingin sem komst í kastið lögin eða öllu heldur verði laganna því hann var ekki að gera neitt ólöglegt. Halda áfram að lesa
Vannýtt auðlind
Ég var mjög mótfallin Kárahjúkavirkjun. Kannski spilaði það inn í að á þeim tíma gerði ég mér hreinlega ekki grein fyrir því hversu mikinn hagvöxt stóriðjan skapar á Íslandi. En nú er ég búin að sjá í gegnum öfgarnar í umhverfissinnum. Fögur náttúra er vissulega dýrmæt en hún skapar ekki hagvöxt nema hún sé hagnýtt og eins og margur mektarmaðurinn hefur bent á þá eigum við að nýta auðlindir landsins. Að sama skapi ber okkur í raun siðferðisleg skylda til þess að leita uppi alla vinnanlega olíu sem mögulegt er. Annars missum við af hugsanlegum hagvexti. Og það er rangt að láta hagvöxt fara forgörðum. Það er glæpur, kannski ekki gegn valdstjórninni en að minnsta kosti gegn auðvaldinu. Halda áfram að lesa
Dauð og ómerk
Ef orð einhvers eru fyrir rétti dæmd „dauð og ómerk“ jafngildir það þá ekki því að maðurinn hafi verið dæmdur rógberi?
Og ef maður hefur verið dæmdur ómerkur orða sinna, sumsé rógberi eða einhver sem ekki er mark á takandi, er þá við hæfi að sá hinn sami gegni æðsta valdaembætti þjóðarinnar? Ef við hæfi að dæmdur afbrotamaður, jafnvel þótt dómurinn hafi ekki séð ástæðu til að refsa fyrir brotið, heldur einungis að tilkynna þjóðinni að ekki sé að marka allt sem maðurinn segi, setjist í stól dómsmálaráðherra?
Væri þá ekki eins við hæfi að gera gjaldþrota mann fjármálaráðherra? Skipa framhaldsskólafallista í stól menntamálaráðherra?
Hvers vegna þurfa íslenskir ráðamenn svona sjaldan að axla ábyrgð á eigin afglöpum?
Hvers konar heimóttir erum við eiginlega að láta svona mikla spillingu viðgangast?
Jafnir fyrir lögum?
Ég er meira en hneyksluð. Ég er sár. Sumarið 2000 vann ég sem fangavörður á Litla-Hrauni í sumarafleysingum. Ég man að einn fanganna fékk dagsleyfi til að fara á fæðingadeildina og taka á móti barninu sínu enda þótt hann hefði ekki setið inni í þetta ár sem er skilyrði þess að menn fái dagsleyfi. Honum var gerð rækileg grein fyrir því að þetta væri alger undanþága og mikil forréttindi. Annar fékk nokkurra klst. leyfi til að vera við jarðarför. Einn fékk ekki einu sinni leyfi til að fara í fylgd fangavarða til að heimsækja gröf eina vinar síns, jarðarför kom ekki til álita þar sem hann frétti ekki af dauða hans fyrr en búið var að jarða hann. Halda áfram að lesa