Forvarnir gegn mótmælum – gestapistill frá ALMA

Fyrir hönd ALMA, sem eru áhugasamtök um mannréttindi stofnuð 1995, vil ég mótmæla því í nafni lýðræðis og tjáningafrelsis að lögregluþjónar fari nú á milli félagsmiðstöðva unglinga sérstaklega til að ófrægja mótmælendur almennt og einstaka hópa þeirra, svo sem anarkista. Halda áfram að lesa

Vanvirtu fánann

Tveir þeirra sem handteknir voru höfðu unnið þá ósvinnu að brenna hið helga tákn kúgunar og stríðreksturs, sjálfan fána NATO.Og hversvegna ætli hernaðarandstæðingar vilji Ísland úr Nató og taka fyrir fundahöld á þeirra vegum hér á landi? Eru þetta ekki vinir okkar sem eiga að verja okkur ef einhver ræðst á okkur? Halda áfram að lesa

Ekki mistök heldur ofbeldi

Ef er miðað beint í augun á fólki, ef gleraugu eru rifin af því svo sé auðveldara að úða beint í augu, ef maður sem stendur upp við vegg og fylgist með aðgerðum er laminn harkalega í fótleggi með kylfu, táragasi er beitt EFTIR að mótmælendur sjálfir eru búnir að ná tökum á áflogahundum, þá heita það ekki mistök, heldur ofbeldi.

Halda áfram að lesa

Bíð eftir yfirlýsingu frá Geir

Það er óneitanlega af manni dregið eftir meira en þriggja daga mótmælamaraþon sem hófst aðfaranótt þriðjudags með því að anarkistakórinn hélt æfingu á prógrammi sínu af pólitískum vögguvísum framan við heimili nokkurra ráðherra. Nú bíð ég spennt eftir yfirlýsingu frá Geir. Annaðhvort er ríkisstjórnin búin að gefast upp eða þá að við getum búist við að löggan fái loksins ástæðu til að beita gasi. Þeir hafa beitt bæði piparúða og táragasi að óþörfu hingað til. Halda áfram að lesa

Maður mótmælir ekki fullur

Pólitískar aðgerðir krefjast þess að fólk hugsi rökrétt. Mótmæli og drykkjuskapur fara því illa saman og geta haft mikla hættu í för með sér. Ég hvet alla til að hafa þetta í huga og hætta aðgerðum snemma um helgina því götupartý geta auðveldlega leitt til stórslysa ef drukkið fólk í gremjukasti fer að drífa að.
Halda áfram að lesa

Auðvitað þarf að efla SS-sveitina

Bíddu nú við! Er ekki tilgangur lögreglunnar sá að vernda hinn almenna borgara og halda uppi lögum í landinu? Samkvæmt þessu er mikilvægara verkefni að vernda valdstjórnina gegn þeim sem hún hefur brotið á. Búið að skera niður hjá efnahagsbrotadeild, Landhelgisgæslunni og umferðalögreglunni, sem allt eru deildir sem þjóna hagsmunum almennings en sú deild sem tryggast þjónar valdstjórninni er hinsvegar efld. Halda áfram að lesa