Auðvitað þarf að efla SS-sveitina

Bíddu nú við! Er ekki tilgangur lögreglunnar sá að vernda hinn almenna borgara og halda uppi lögum í landinu? Samkvæmt þessu er mikilvægara verkefni að vernda valdstjórnina gegn þeim sem hún hefur brotið á. Búið að skera niður hjá efnahagsbrotadeild, Landhelgisgæslunni og umferðalögreglunni, sem allt eru deildir sem þjóna hagsmunum almennings en sú deild sem tryggast þjónar valdstjórninni er hinsvegar efld.

Auðvitað þarf að efla sérsveitina núna. Það er komið í ljós að almenningur ætlar ekkert að láta bjóða sér upp á þessa ríkisstjórn í 3 ár í viðbót og það gengur auðvitað ekki að lýðræðislegur réttur skrílsins til að reka þá sem hafa stolið, svikið, svindlað, leynt og logið, sé virtur. Þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn tapa völdum og kannski þyrftu einhverjir flokksmenn að axla ábyrgð á glæpum sínum og vanrækslu.

Menn sem eru ‘bara að vinna vinnuna sína’ með því að brjóta niður andóf gegn valdníðslu og spillingu, skulu vita það að vinnan þeirra er sama eðlis og vinna SS sveitanna. Þar er aðeins bitamunur en ekki fjár. Þeir sem hlýða skipunum í blindni, sama hve augljóslega þær stríða gegn réttlætinu, munu nefnilega líka hlýða þegar þeir fá fyrirskipanir um að beita pyndingum og brjóta á annan hátt gegn sjálfsögðustu mannréttindum. Og kannski táknrænt að þeir flokkar sem sitja í stjórn heiti báðir nöfnum sem byrja á S.

mbl.is Óslóartréð borið á bálið
Share to Facebook

One thought on “Auðvitað þarf að efla SS-sveitina

 1. ——————————————

  Af hverju fær þjóðin ekki að kjósa um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort hún greiði Icesave reikningana með allri þeirri fátækt sem þeir kosta okkur eða hvort við hunsum þá með allri þeirri fyrirdæmingu sem það kostar okkur.

  Aldrei höfum við staðið frammi fyrir öðrum eins örlögum, og það er lágmark að þjóðin fái að kjósa um þetta.

  Ríksistjórnin er með ESB umræðunni að leiða athygli þjóðarinnar frá þessu hrikalega máli.

  Guðrún Sæmundsdóttir, 21.1.2009 kl. 10:59

  ——————————————

  Björn virðist hafa vitað fyrir löngu hver viðbröggðin yrðu þegar sannleikurinn færi að leka út. Það var fyrir löngu byrjað að efla óeirðalögregluna hér á landi.

  Offari, 21.1.2009 kl. 11:02

  ——————————————

  Svakalega eru menn búnir að lesa mikið af stríðsbókmenntum eftir menn, sem ekki þekkja til uppbyggingar NSDAP fyrir stríð.

  Rugla saman sveitum og neöfnum á þeim.

  Stormsveitirnar hétu SA Sturm abteilung.  SS sveitirnar komu síðar sem hjálpasveitir hersins eins og nafnið bendir til Suts Stafel

  Koma svo, lesa eiitthvað annað en áróður.  he he.

  Kæla sig pínu og bulla minna he he

  (er mér ekki að takast að hita undir ,,heilagri reiði?)

  Annars er svo og mun verða, að misjafnlega er tekið á málum, eftir því hver á í hlut.  Það er satt núna og verður satt, sama hverjir beita sér.

  Skoða söguna eins langt aftur og þekking okkar nær til.

  ÞAð er skítsama hverjir fara með völdin, sumir eru ætíð ,,jafnari“ en aðrir.

  Svo er það satt, að starfsmenn lögreglu eða annarra aðila sem fara með öryggisgæslu eru jafn misjafnir og þeir eru margir.  Flestir heimilisfeður eða mæður, sem eru að vinna fyrir salti í grautinn.

  Biðjum fyrir framtíð okkar barna.

  Miðbæjaríhaldið

  ekkert meir fantur en næstui maður

  Bjarni Kjartansson, 21.1.2009 kl. 11:12

  ——————————————

  Höldum áfram – hömrum járnið.

  Ég hvet til frekari aðgerða. ÞETTA MÁ EKKI LOGNAST ÚT AF.

  Hvað segiði um fjöldagöngu eftir Miklubrautinni strax næsta mánudag?

  Þór Ludwig Stiefel – Tora Victoria, 21.1.2009 kl. 11:16

  ——————————————

  Það má ekki vera vondur við lögguna því það verður nóg fyrir hana að gera þegar nýir valdhafar réttlætis taka við.

  Offari, 21.1.2009 kl. 11:17

  ——————————————

  300.000 vs 3000 = 1%   Þetta er minna en fylgi Ástþórs Magnússonar. Er hann þá ekki jafnmikið að tala fyrir þjóðina. Skríllinn á Austurvelli talar ekki fyrir mig. (ekki Ástþór heldur)
  Hvernig væri að boða til allsherjarverkfalls í t.d. 2 klukkutíma og sjá hversu víðtæk þátttakan yrði. Ef hún yrði almenn væri hægt að tala um vilja þjóðarinnar. Það yrðu sterk skilaboð til valdamanna um að fólkið vildi breytingar og það strax. Skrílslæti grímuklæddra villimanna stefna eingöngu á stórslys þar sem saklausir verða helstu fórnarlömbin.
  Lögreglan er aðeins að gera skyldu sína þó einstaka vitleysingur leynist innan hennar eins og allstaðar.
  Hugsið, ekki gana áfram með bundið fyrir bæði augun.

  borgari (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 11:25

  ——————————————

  Það er rétt að SA (stürm abteilungen) stendur fyrir stormsveitirnar, sem voru eins konar hryðjuverkasveitir innan nasistaflokksins. Þegar nasistar náðu völdum og forystumenn SA sveitanna kröfðu Hitler um efndir á stefnuskrá flokksins voru þeir myrtir upp til hópa á „nótt hinna löngu hnífa“.

  SS sveitirnar voru sveitir innan þýska hersins. SS stendur fyrir Schütz Staffel eða varðsveitir, ekki hjálparsveitir og skiptust niður í ýmsar undirdeildir, svo sem Waffen SS, sem voru eins konar elítusveitir vopnaðra varðliða, t.d. á skriðdrekum.

  Borgari, ég er sammála þér um að það þarf allsherjarverkfall til stuðnings mótmælunum. Það er hins vegar ekki líklegt að ASÍ forystan standi fyrir slíku eins og hún er skipuð núna.

  Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 11:48

  ——————————————

  Upphaflegu stormsveitirnar hétu SA. Og hvað með það? Er Björn Bjarnason eitthvað minni fasisti fyrir vikið?

  Eva Hauksdóttir, 21.1.2009 kl. 12:11

  ——————————————

  Borgari. Vilji þjóðarinnar hefur verið staðfestur í fjölda skoðanakannana. Það mótmælir enginn fyrir neinn nema sjálffan sig. Allan daginn í gær var fólk að koma og fara og það er engin leið að reikna út hversu mörg þúsund manns mættu þarna. Það er hinsvegar greinilegt að þeir sem það gerðu eru tilbúnir til að standa uppi í hárinu á valdstjórninni og því ekki seinna vænna fyrir Bjössa Bullustert að redda skriðdreka og vélbyssum áður en frændi tekur við stólnum.

  Eva Hauksdóttir, 21.1.2009 kl. 12:15

  ——————————————

  Eva skrifaði: „Upphaflegu stormsveitirnar hétu SA. Og hvað með það? Er Björn Bjarnason eitthvað minni fasisti fyrir vikið?“

  Engan veginn 😉

  Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 12:18

  ——————————————

  Það er eðlilegt að Bjarni miðbæjaríhald hafi það algjörlega á hreinu hvað miðsmunandi morðsveitir átrúnaðargoða hans voru kallaðar og hvaða skammstafanir voru þar í notkun. Hann er nefnilega sjálfur heittrúaður nazisti og rass-sleikja Dabba drulluhala og Björns skaufhala Bjarnasonar.

  corvus corax, 21.1.2009 kl. 13:26

  ——————————————

  Það er rétt að bæta við að SS sveitirnar dunduðu sér við það erlendis í stríðinu, sem SA hafði sinnt innan Þýskalands á uppgangstímum nazista.

  Björgvin R. Leifsson, 21.1.2009 kl. 13:45

Lokað er á athugasemdir.