Maður mótmælir ekki fullur

Pólitískar aðgerðir krefjast þess að fólk hugsi rökrétt. Mótmæli og drykkjuskapur fara því illa saman og geta haft mikla hættu í för með sér. Ég hvet alla til að hafa þetta í huga og hætta aðgerðum snemma um helgina því götupartý geta auðveldlega leitt til stórslysa ef drukkið fólk í gremjukasti fer að drífa að.

Ég hvet fólk sem ekki tekur þátt í ofbeldi eða styður það líka til að bera appelsínugulan borða. Ég lít ekki á lögregluna sem samherja mína enda er það lögreglan sem stendur í vegi fyrir breytingum og það er lögreglan sem beitir mig og aðra mótmælendur ofbeldi. Ég grýti samt ekki óvini mína, get ekki varið slíkar aðgerðir og vil í lengstu lög komast hjá slysum á fólki. Þessvegna ber ég appelsínugulan borða, en ekki af því að ég sé vinur lögguníðinganna sem eru reiðubúnir til að beita ofbeldi eftir skipun og þáðu þ.a.l. ekki appelsínugulan borða í gær.

Share to Facebook