Ráðherraefnið og flóttamenn

Fyrir hönd félags áhugafólks um málefni flóttamanna (áður birt í DV)
Vigdís Hauksdóttir hefur lagt fram á alþingi fyrirspurn um málefni flóttamanna.

Fyrirspurnin lýsir áhyggjum af meintri eftirsókn flóttamanna eftir óverðskulduðu hæli á Íslandi ásamt þeirri hugmynd að flóttamenn séu öðrum glæphneigðari. Þingmaðurinn spyr hvort komi til greina að láta menn sem reyna að flýja land ganga með ökklabönd. Halda áfram að lesa

Góð þjónusta hjá DV

Það hefur marga kosti að halda úti bloggi. Maður mótar sína eigin ritstjórnarstefnu, skrifar um það sem manni bara sýnist og þarf ekki að hafa áhyggjur af orðafjölda. En stundum skiptir máli að ná til stærri lesendahóps en fastagesta á blogginu og þá getur verið hentugt að biðja blöðin að birta grein. Oftast gera þau það en maður getur þó ekki vænst þess að aðsendar greinar séu settar í forgang. Halda áfram að lesa

Þarf ríkissaksóknari að sæta ábyrgð?

Árlega fær lögreglan 175 hleranaheimildir. Það merkir ný hlerunarheimild næstum því annan hvern dag. Heimildir hafa gilt í allt að 110 daga. Hversu lengi ætli hleranaheimildir gildi að meðaltali? Hversu margir hlerunardagar eru þetta samanlagt? Halda áfram að lesa

Vítisenglamálið sem reyndist ekki Vítisenglamál

Ísland er andverðleikasamfélag. Samfélag þar sem undirmálsfólk kemst auðveldlega í áhrifastöður. Þar sem þingmaður sem hefur misfarið með almannafé í starfi og hlotið fangelsisdóm fyrir er kosinn aftur á þing. Þar sem fólk hefur verið ráðið til háskólakennslu án þess að hafa einu sinni lokið meistaraprófi. Þar sem það telst blaðamennska að renna greinum úr erlendum þvaðurblöðum í gegnum google translate. Þessi upphafning vanhæfninnar kemur sér vel fyrir nokkra einstaklinga en bitnar almennt á fjöldanum. Einn stór kostur fylgir þó andverðleikasamfélagi; vanhæfni valdafólksins nær einnig til undirheima. Halda áfram að lesa