Lausnin blasir við. Hún felst í því að við hættum að hegða okkur eins og við séum rík og horfumst í augu við raunveruleikann. Við þurfum að hegða okkur eins og við séum fátæklingar, sem ætla að hætta að vera fátækir. Við þurfum t.d:
Greinasafn eftir:
Það sem virkar
Þessi maður heitir Helgi Hóseasson. Í 46 ár hefur hann haldið á lofti þeirri kröfu að fá skírn sína inn í kristna kirkju ógilta. Oftast hefur hann mótmælt með því að bera skilti með áletrunum sem kristnir hljóta að flokka sem guðlast. Frá því að tveir valdníðingar gerðu sig seka um landráð (sem þeir hafa þó aldrei þurft að svara fyrir, hvað þá að gjalda fyrir) með því að innrita Íslendinga í árásarstíð gagnvart fólk sem við áttum ekkert sökótt við, hefur hann einnig mótmælt þeim gjörningi með skiltaburði.
Sveltum hagkerfið
Jæja, mér finnst nú ágætt að þessi hugmynd fái undirtektir hjá einhverjum sem hefur vit á fjármálum.
Sjálf ætla ég að ganga miklu lengra og hvet alla sem vilja losna við þessa ríkisstjórn til að gera það sama. Halda áfram að lesa
Góðar fréttir loksins
Sjálfsagt halda mjög margir að besta og jafnvel eina leiðin út úr þjóðargjaldþroti sé sú að pína náttúruauðlindir okkar enn frekar. Sjálfsagt vill meirihlutinn ganga býsna langt til að hægt sé að halda neyslusukkinu áfram. En jörðin ber það ekki. Halda áfram að lesa
Seðlabankastjóri borinn út
Vargastefna
Galdur við Stjórnarráðið í dag
Formáli
Undir fyrsta október
eins og flestum kunnugt er
eftir heit um auð og stolt,
öllu var á botninn hvolft. Halda áfram að lesa
Viðbrögð við piparúða og táragasi
Þar sem hefur sýnt sig að lögreglan lætur ekki smábörn og gamalmenni hindra sig í að beita vopnum án viðvörunar, mæli ég þó með því að börn, sjúklingar og viðkvæmt fólk haldi sig frá Seðlabankanum þennan dag. Þeir sem vilja mæta ættu að taka með sér sundgleraugu og andlitsklúta og lesa þessa færslu. Halda áfram að lesa
Vargastefna fyrirhuguð
Þann 9. nóvember í fyrra gól ég seið gegn stóriðjustefnunni á Austurvelli. Vinnubrögðum alþingis var reist níðstöng, enda er hlutverk þingsins sem útverði lýðræðisins löngu orðið hlálegt. Ég særði vættir landsins til aðgerða og skoraði á þær: Halda áfram að lesa
Hversvegna að hylja andlit sitt?
Jón Kjartan spyr hversvegna sumir anarkistar hylji andlit sín við mótmælaaðgerðir eða þegar þeir komi fram sem forsvarsmenn aðgerða.
Aðal hugmyndin á bak við það að hylja andlit sitt sú að draga úr líkunum á því að tiltekin andlit séu tengd við ákveðna hugmyndafræði eða ákveðnar aðgerðir eða jafnvel að fólk fái meiri áhuga á einstaklingnum en því sem hann er að berjast fyrir. Hver mannsbarn þekkir t.d. andlit Che Guevara, hins vegar eru mun færri sem þekkja þá hugmyndafræði sem hann aðhylltist. Einnig er hætta á því að þegar ákveðið fólk verður áberandi í starfi grasrótarheyfinga þá dæmi almenningur allt sem sú hreyfing gerir og segir út frá fáum einstaklingum. Þannig býður ‘andlit byltingarinnar’ bæði upp á fordóma gagnvart heilli hreyfingu og einnig persónudýrkun, en fátt er anarkistum verr að skapi.
Ég skil þessi sjónarmið og virði þau enda þótt ég hafi litla trú á að andlitsleysið virki. Ég held að fólk muni alltaf finna andlit á skoðanir og aðgerðir.
Önnur ástæða til að fela andlit sitt er sú að fólk getur lent í vandræðum eða minni háttar böggi þegar það tekur þátt í beinum aðgerðum sem geta verið á gráu svæði gagnvart lögum. Það er auðveldara að hindra aðgerðir ef fylgst er náið með ákveðnu fólki og lögreglan á það til að angra þekkt fólk eða jafnvel handtaka það án góðrar ástæðu. Þessvegna getur verið sterkur leikur að allir sem taka þátt í aðgerðinni séu illþekkjanlegir.
Bull
![]() |
Fráleitt ólögmæt handtaka |
Nei þetta var ekki lögmæt handtaka. Það er heimild fyrir því í lögum að handtaka fólk ef það hefur ekki sinnt boðun í afplánun. Hann SINNTI þeirri boðun árið 2007 en var hent út á 5. degi. Það er ekkert í lögum sem heimilar að fólk sem þegar hefur hafið afplánun sé hirt upp fyrirvaralaust. Hann hefur enga boðun fengið út af þessu máli síðan. Halda áfram að lesa