Ísland komst ekki áfram í Eurovision. Það eru eflaust vonbrigði fyrir þá sem lögðu vinnu í undirbúning og sérstaklega fyrir ungu söngkonuna sem öll athyglin beinist að. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Hinsegin fræðsla frá fyrsta bekk og uppúr?
„Hinsegin fólk“ hefur verið ofsótt í gegnum tíðina og þótt ótrúlega mikið hafi unnist sætir það enn fordómum. Nú á að uppræta þá fordóma með því að búa til sérstaka námsgrein fyrir grunnskólabörn – hinseginfræðslu. Ekki fræðslufund fyrir unglinga heldur námsefni fyrir börn frá fyrsta bekk og upp úr. Halda áfram að lesa
Verkföll eru tímaskekkja
Verkföll voru áreiðanlega áhrifarík á tímum iðnbyltingarinnar. En ekki lengur. Allra síst þegar launagreiðandinn græðir á verkfallinu og afleiðingarnar bitna á fólki sem hefur enga möguleika á að hafa áhrif á kjörin. Aukinheldur getur ríkisvaldið bannað verkföll ef þau verða of óþægileg, sem sýnir nú bara hversu falskur þessi svokallaði samningsréttur er. Við þurfum að afnema verkfallsrétt – nei ég er ekki að grínast. Halda áfram að lesa
Hyggst ekki funda með föngum
Félag fanga, Afstaða til ábyrgðar, hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að fangelsismálayfirvöld hafni óskum samtakanna um fund með talsmönnum þeirra.Þann 5. mars óskuðu fulltrúar Afstöðu eftir fundi með forstjóra Fangelsismálastofnunar. Kvennablaðið hefur undir höndum svarbréf dagsett 4. apríl 2014, undirritað af Páli Winkel:
Vísað er til bréfs þíns, dags. 5. mars sl. Í bréfinu er óskað eftir fundi með forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins. Þá er óskað eftir að skipaðir verði tengiliðir á milli Afstöðu, Fangelsisins Litla-Hrauns og Fangelsismálastofnunar þannig að aðilar geti haft samband hver við annan ,,mjög fljótt ef um neyðartilfelli er að ræða“.
Fangelsismálastofnun mun svara erindum sem til hennar er beint. Forstjóri Fangelsismálastofnunar hyggst ekki funda með forsvarsmönnum Afstöðu. Ekki verður séð að upp geti komið neyðartilfelli sem nauðsynlegt sé að ræða ,,mjög fljótt“. Því er ekki nauðsynlegt að skipa sérstaka tengiliði.
Að sögn Guðmundar Inga Þóroddsonar eru sjálfvígshugsanir algengar meðal fanga og sjálfsvígstilraunir hreint ekki sjaldgæfar.„Það hefur sýnt sig að fangar leita ekki til fangavarða þegar þeir eru í sjálfsvígshugleiðingum, heldur til annarra fanga og þegar ástandið er þannig að fangar hafa takmarkaðan eða engan aðgang að þjónustu sálfræðinga og geðlækna eykst hættan. Nú hafa komið upp tvö tilvik á nokkrum vikum þar sem fangar hafa reynt að fyrirfara sér og við vitum um fleiri sem eru í hættu. Við lítum á það sem neyðartilvik ef fangi sér enga aðra leið út úr vanlíðan sinni og það bætir ekki stöðuna að einangra fanga eins og nú er verið að gera. Við þurfum að geta rætt þessi mál við Forsvarsmenn fangelsismálastofnunar,“ segir Guðmundur Ingi.Samkvæmt 43. grein laga um fullnustu refsinga geta fangar kosið sér talsmenn til að vinna að málefnum fanga og til að koma fram fyrir þeirra hönd.Sú spurning hlýtur að vakna hvaða tilgangi það þjóni fyrir fanga að hafa talsmenn þegar fangelsisyfirvöld neita þeim um áheyrn.
Silfurreynirinn líklega friðaður
Kvennablaðið greindi fyrr í dag frá undirskriftasöfnun íbúa við Grettisgötu.
Að sögn aðstandenda undirskriftasöfnunar er talið að trénu sem talað er um í kynningartextanum hafi verið plantað árið 1908, það sé því friðað samkvæmt byggingarreglugerð. Halda áfram að lesa
Íbúar við Grettisgötu mótmæla
Íbúar við Grettisgötu standa fyrir undirskriftasöfnun þar sem fyrirhuguðum skipulagsbreytingum við Grettisgötu er mótmælt. Í kynningartexta segir:
Nú á að fella eldgamlan, stóran og tignarlegan silfurreyni sem stendur við Grettisgötu 17 og einnig færa húsið sem þar stendur en það er friðað og mun ólíklega þola að vera fært. Húsið á að færa þannig að það stendur alveg ofan í garðinum að Grettisgötu 13 og skyggir þar með á alla sólarglætu í garðinum.
Ofan á þetta allt á að byggja hótel sem mun teygja sig frá Laugavegi og upp að Grettisgötu með tilheyrandi rútustoppum og óþægindum fyrir alla íbúa í nágrenni við reitinn. Einnig á að gera göngustíg að hótelinu frá Grettisgötu sem liggur alveg ofan í íbúum.
Engin grenndarkynning var gerð áður en teikningar voru samþykktar en skipulagsbreytingarnar voru aðeins auglýstar í Fréttablaðinu og það á Þorláksmessu. Aðeins nýlega fréttum við nágrannarnir af þessu og margir fréttu að þessu fyrst í dag. Þetta skipulag mun auðsjáanlega rýra lífsgæði okkar. Það mætti halda að miðbærinn væri aðeins ætlaður ferðamönnum og peningagræðgi. Einnig mótmælum við því að komið sé svona aftan að fólki og því nánast gert ómögulegt að nýta réttindi sín. Við undirrituð skorum á Reykjavíkurborg að framkvæma hið margumtalaða íbúalýðræði og leyfa þeim sem hér búa að fá að hafa eitthvað um málið að segja.“
Hægt er að undirrita áskorunina hér
Málið vekur ýmsar spurningar um rétt íbúa og friðun húsa og trjáa. Kvennablaðið mun á næstunni leita svara við þeim.
Kosningaúrslit í Reykjavík kærð
Björgvin E. Vídalín, stjórnarformaður Dögunar í Reykjavík, hyggst á morgun leggja fram kæru til Sýslumannsins í Reykjavík vegna sveitarstjórnakosninga í Reykjavík. Þess er krafist að kosningin verði úrskurðuð ógild og að borgarstjórnarkosningar verði endurteknar.
Fern rök eru færð fyrir því að ógilda skuli kosninguna.
Í fyrsta lagi er krafist ógildingar á þeirri forsendu að oddviti eins framboðanna hafi ekki uppfyllt skilyrði um kjörgengi. Bent er á að málflutningur oddvitans hafi haft ótvíræð áhrif á úrslit kosninganna þar sem framboðið hafi samkvæmt skoðanakönnunum bætt við sig fylgi upp á 8-9 prósentustig eftir að hinn ókjörgengi oddviti fór að beita sér í kosningabaráttu.
Í öðru lagi er bent á að annmarkar á atkvæðatalningu í ráðhúsinu gefi tilefni til að efast um að talning hafi verið laus við mistök eða jafnvel misferli.
Í þriðja lagi dró borgarstjórn of lengi að kjósa yfirkjörstjórn og því telur kærandi ekki hægt að treysta óhlutdrægni hennar.
Í fjórða lagi segir að samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar 25. janúar 2011 eigi jafnvel minni háttar gallar að hafa í för með sér ógildingu kosningar, þar með hafi Hæstiréttur sett bindandi fordæmi.
Til vara er þess krafist að kosningin verði ógild á þeirri forsendu að þar sem lögheimilsskráning oddvitans hafi verið ólögleg standist úrskurður yfirkjörstjórnar um kjörgengi hans ekki lög.
Líf í felum
Hvernig er líf ólöglegs innflytjanda í samfélagi sem er svo fámennt að það er engin leið að hverfa í fjöldann? Eftir 13 mánuði í felum á Íslandi er Mouhamed Lo kominn með nokkuð góða mynd af því.
Að vera í felum á Íslandi er þúsund sinnum betra en að vera þræll í Máritaníum. Það er líka töluvert skárra en að vera í fangelsi af því að vinir geta allavega komið í heimsókn þegar þeim hentar og í felum er hægt að hafa einhverja stjórn á daglegu lífi eins og t.d. því hvað maður borðar. Og það skiptir máli.
En líf í felum hefur samt ókosti sem ég efast um að nokkur skilji til fulls nema hafa upplifað það.
Allt sem ólögleg manneskja gerir felur í sér áhættu
Ólögleg manneskja getur ekki búið hvar sem er. Það krefst ákveðinna skilyrða að hýsa ólöglegan flóttamann, þú getur t.d. ekki gert það ef er mikill gestagangur hjá þér og algengt að fólk droppi í heimsókn án þess að gera boð á undan sér því það eykur áhættuna ef margir vita af dvalarstað hans. Af sömu ástæðu er ekki hentugt fyrir fólk sem er með börn og unglinga á heimilinu að hýsa flóttamann.
Meðan Mouhamed var í felum gat hann ekki látið sjá sig í fjölmenni. Ef þú ert ólögleg manneskja er það glæpur að ganga á almennri gangstétt. Jafnvel þótt Mouhamed væri ekki eftirlýstur var alltaf sá möguleiki fyrir hendi að einhver rasistinn bæri kennsl á hann og ef lögreglan fær tilkynningu um glæp þá ber henni að sjálfsögðu að bregðast við.
Af þessum sökum eyddi Mouhamed stærstum hluta þessarra 13 mánaða innandyra. Hann fór út þegar hann var gjörsamlega að verða brjálaður en það var alltaf áhætta.
Hann langaði út. Hann langaði að spila fótbolta en það lærði hann í Noregi og finnst það mjög gaman. Hann langaði í sund og hann langaði að ganga við hliðina á vinum sínum. Ef maður er ólögleg manneskja þá eru þessir hlutir bara ekkert í boði.
Mikill fjöldi manns hefur stutt Mouhamed á einhvern hátt. Fyrir nokkrum vikum voru haldnir styrktartónleikar þar sem fjöldi manns gaf vinnu sína og ennþá fleiri mættu. Mouhamed langaði að sjálfsögðu að mæta. Hann langaði að sjá allt þetta fólk sem hefur sýnt honum stuðning. Hann langaði líka að þakka fyrir sig en hann kann að segja „takk fyrir“ á Íslensku. En það hefði verið of mikil áhætta fyrir kolsvartan mann að sjást á Laugaveginum á laugardagskvöldi, hvað þá í grennd við stað þar sem tónleikar til styrktar ólöglegum manni fara fram. Þetta er bara eitt dæmi um litla hluti sem þó skipta máli sem fólk í þessari stöðu þarf að neita sér um.
Kristján Þór er alveg meðetta
Í Speglinum í gærkvöld ræddi heilbrigðisráðherra nauðsyn þess að “tryggja þjónustustig” heilbrigðiskerfisins (hvað sem það nú merkir.) Halda áfram að lesa
Norska aðferðin í fréttamennsku?
Ég fnæsti dálítið á Vísi þegar ég sá þessa frétt. Henni hefur verið breytt en upphaflega var textinn svona: