Hér fer á eftir póstur sem ég sendi Alþingismönnunum Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í gær. Fái ég svör frá þeim mun ég birta þau hér.
——————————————————————————————— Halda áfram að lesa
Hér fer á eftir póstur sem ég sendi Alþingismönnunum Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur í gær. Fái ég svör frá þeim mun ég birta þau hér.
——————————————————————————————— Halda áfram að lesa
Kapítalisminn á sér margar skuggahliðar. Ég er þó ekki alveg búinn að gefast upp á sumum hugmyndum hans, eins og þeirri að einkaframtak eigi ekki að hefta að óþörfu. (Ég er heldur ekki búinn að gefast upp á skástu hugmyndunum sem gjarnan eru kenndar við sósíalismann, um að tryggja velferð allra borgara.) Það er því ekki af andúð á kapítalismanum í sjálfum sér sem ég set spurningarmerki við framferði Landsbankans, sem er í eigu ríkisins. Halda áfram að lesa
Í nýlegri grein á Vísi segir Ólöf Guðný Valdimarsdóttir frá húsnæðislánasögu sinni, m.a. þetta:
“Ég leiddi hugann því ekkert sérstaklega að því hvað lánin sem ég borgaði innihéldu og hvort þau væru sanngjörn eða réttlát, en lagði allan metnað minn í að borga lánin.“
Tölurnar í eftirfarandi sögum eru ekki nákvæmar, en nógu nærri lagi til að kjarni málsins sé réttur.
Manneskja A keypti, fyrir hrun, íbúð sem kostaði 21 milljón. Hún átti 7 milljónir sjálf sem hún setti í þetta, og tók 14 að láni, með verðtryggingu. Lánið var sem sé fyrir 67% af andvirði íbúðarinnar, sem telst yfirleitt varkárt í slíkum viðskiptum, í löndum þar sem efnahagslífið er ekki í tómu rugli, og þar sem hægt er að treysta stjórnvöldum til að gera allt sem þau geta til að borgararnir lendi ekki í stórum stíl í óyfirstíganlegum vandræðum ef þeir haga sér skynsamlega. Halda áfram að lesa
Af hverju dettur fólki í hug að borga íslensku bankastjórunum svona há laun? Skýring varaformanns stjórnar Arionbanka í hádegisfréttum RÚV í dag var engin skýring, nefnilega að það hefði þurft að borga svona mikið til að ráða þennan mann. Spurningin er hvort það ætti ekki að leggja blátt bann við því að ráða í bankastjórastöðu mann sem heimtar svona há laun. Öfugt við það sem margir halda fram virðist ekki vera nein jákvæð fylgni milli þess að hafa ofurlaun og að standa sig vel í starfi. Reyndar er ýmislegt sem bendir til hins gagnstæða. Þar á meðal er þessi áhugaverði fyrirlestur. Halda áfram að lesa