Stjórnarflokkarnir hafa þegar svikið illilega í kvótamálinu. Nú virðist endanlega ljóst að þeir ætli líka að svíkja í stjórnarskrármálinu. Náðarhöggið veitti Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sem þar með sýnir hvað vakir fyrir honum með yfirlýsingum um að láta af „tilgangslausu stríði“ í pólitíkinni. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Klíkuráðning í uppsiglingu í HÍ?
Barnaníðingar og fjölmiðlar
Það þykir sjálfsagt að barnaníðingar séu afhjúpaðir í fjölmiðlum (og ég er ekki að mótmæla því hér, þótt ég efist um að það sé skynsamlegt að útskúfa þeim algerlega úr mannlegu samfélagi). En einhver versti yfirhylmari barnaníðs í heiminum í margra áratugi gengur ennþá laus. Hann hefur aldrei verið dæmdur, þótt hann hafi forðað fjölda níðinga undan réttvisinni og gert þeim kleift að halda uppteknum hætti með því að flytja þá á nýjar slóðir. Hann hefur aldrei beðist fyrirgefningar á eigin framferði, og ekki er að sjá að hann iðrist. Þessi maður er beint og óbeint hylltur í fjölmiðlum, og alveg sérstaklega þessa dagana.
Er hagfræði vísindi?
Forstjóri UTL níðir hælisleitendur
Í gær var eftirfarandi haft eftir forstjóra Útlendingastofnunar, Kristínu Völundardóttur, í þessari frétt:
„Það getur verið dálítið aðlaðandi fyrir fólk sem að er ekki beinlínis hælisleitendur, sem ætla að vinna ólöglega eða koma í öðrum tilgangi, að koma til Íslands. Þetta getur verið fýsilegur kostur, að fá frítt fæði og húsnæði þegar málsmeðferðin er svona hrikalega löng.“
Kristín segir vísbendingar um að fólk komi hingað og stundi það sem kallist asylum shopping eða ferðamenn í hælisleit.
„Þá er fólk bara að fara til útlanda og kynnast landi og þjóð og nýti sér þá þjónustu sem hælisleitendum stendur til boða.“
Hún segist ekki geta sagt til um hversu stór hópur þetta sé. Stofnunin sé undirmönnuð og því ekki mikið svigrúm til að stunda fræðimennsku og rannsóknir.